Smalling: Ítalía hefur gert mig að betri varnarmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 12:30 Chris Smalling í leik með Roma. Getty/Giuseppe Maffia Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira