Dramatísk frásögn Chris Pratt úr Íslandsreisu virðist úr lausu lofti gripin Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 09:02 Chris Pratt dvaldi á Íslandi við tökur á kvikmyndinn The Tomorrow War í fyrra og virðist hafa fengið nokkuð óáreiðanlegar upplýsingar um tökustaðinn. Vísir/Getty Lögregla á Suðurlandi kannast ekki við fullyrðingar bandaríska Hollywoodleikarans Chris Pratt um að lík karls og konu hafi fundist í jökulsprungu á Íslandi rétt áður en hann kom hingað til lands í fyrra. Pratt sagði söguna í þætti spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres í vikunni. Pratt var hér á landi í nóvember í fyrra við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann greindi skilmerkilega frá Íslandsförinni á samfélagsmiðlum og miðað við færslur hans þar virtist hann vera staddur í Jöklaseli við Skálafellsjökull. Fullkomlega varðveittir elskendur ofan í holu Íslandsför Pratts bar á góma í spjallþætti Ellen DeGeneres nú í vikunni. Brot úr viðtalinu birtist á YouTube í gær en þar segir Pratt dramatíska sögu frá tökustað á íslenskum jökli, sem þó er ekki nafngreindur í viðtalinu. Pratt byrjar á því að lýsa því að aðstæður til kvikmyndaframleiðslu hafi verið erfiðar á jöklinum, sérstaklega að vetri til „þegar dagurinn er fjórar klukkustundir.“ Sjá einnig: Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli „En þegar við komum upp á jökulinn var nýbúið að finna, og þetta er klikkað, […] par í jökulsprungu. Þau höfðu fallið í hana og verið ofan í henni í rúm áttatíu ár. Og því miður höfðu þau það ekki af. Og þau voru fullkomlega varðveitt í fjallgönguklæðnaði sínum,“ sagði Pratt. „Þau voru með búnað sinn, vistir, bréf. Þau voru elskendur og duttu ofan í holu og týndust. Og það var nýbúið að finna þau.“ DeGeneres virtist þykja mikið til frásagnarinnar koma, sagði hana „klikkaða“, og Pratt svaraði því til að sem betur fer hefði enginn úr tökuliði hans fallið ofan í sprungu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Engin sambærileg mál í umdæminu Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, kannast ekki við að mál af því tagi sem Pratt lýsti í þætti Ellenar hafi komið inn á borð lögreglu, hvorki á Skálafellsjökli né annars staðar í umdæminu. Frásögn Pratts virðist því úr lausu lofti gripin. Sambærileg mál hafa þó komið upp á erlendri grundu. Lík svissneskra hjóna fundust á jökli í Sviss sumarið 2017. Hjónin hurfu á jöklinum árið 1942 og höfðu því verið týnd í 75 ár. Þá hafa ferðalangar einnig týnst á íslenskum jöklum, þó að ekkert málanna komi heim og saman við frásögn Pratts. Tveir breskir háskólanemar týndust á Skaftafellsjökli árið 1953 en fundust ekki þrátt fyrir leit. Leifar af búnaði þeirra fundust á jöklinum sumarið 2006. Tveir þýskir ferðamenn hurfu á göngu á Svínafellsjökli í ágúst 2007. Leit að þeim var formlega hætt í lok sama mánaðar. Þremur árum síðar fannst klifurlína á fáfarinni leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúk, og upp komu vangaveltur um að hún kynni að vera eftir þýsku ferðamennina tvo. Þeir hafa þó aldrei fundist. Bíó og sjónvarp Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Tengdar fréttir Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30 Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22 Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi kannast ekki við fullyrðingar bandaríska Hollywoodleikarans Chris Pratt um að lík karls og konu hafi fundist í jökulsprungu á Íslandi rétt áður en hann kom hingað til lands í fyrra. Pratt sagði söguna í þætti spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres í vikunni. Pratt var hér á landi í nóvember í fyrra við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann greindi skilmerkilega frá Íslandsförinni á samfélagsmiðlum og miðað við færslur hans þar virtist hann vera staddur í Jöklaseli við Skálafellsjökull. Fullkomlega varðveittir elskendur ofan í holu Íslandsför Pratts bar á góma í spjallþætti Ellen DeGeneres nú í vikunni. Brot úr viðtalinu birtist á YouTube í gær en þar segir Pratt dramatíska sögu frá tökustað á íslenskum jökli, sem þó er ekki nafngreindur í viðtalinu. Pratt byrjar á því að lýsa því að aðstæður til kvikmyndaframleiðslu hafi verið erfiðar á jöklinum, sérstaklega að vetri til „þegar dagurinn er fjórar klukkustundir.“ Sjá einnig: Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli „En þegar við komum upp á jökulinn var nýbúið að finna, og þetta er klikkað, […] par í jökulsprungu. Þau höfðu fallið í hana og verið ofan í henni í rúm áttatíu ár. Og því miður höfðu þau það ekki af. Og þau voru fullkomlega varðveitt í fjallgönguklæðnaði sínum,“ sagði Pratt. „Þau voru með búnað sinn, vistir, bréf. Þau voru elskendur og duttu ofan í holu og týndust. Og það var nýbúið að finna þau.“ DeGeneres virtist þykja mikið til frásagnarinnar koma, sagði hana „klikkaða“, og Pratt svaraði því til að sem betur fer hefði enginn úr tökuliði hans fallið ofan í sprungu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Engin sambærileg mál í umdæminu Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, kannast ekki við að mál af því tagi sem Pratt lýsti í þætti Ellenar hafi komið inn á borð lögreglu, hvorki á Skálafellsjökli né annars staðar í umdæminu. Frásögn Pratts virðist því úr lausu lofti gripin. Sambærileg mál hafa þó komið upp á erlendri grundu. Lík svissneskra hjóna fundust á jökli í Sviss sumarið 2017. Hjónin hurfu á jöklinum árið 1942 og höfðu því verið týnd í 75 ár. Þá hafa ferðalangar einnig týnst á íslenskum jöklum, þó að ekkert málanna komi heim og saman við frásögn Pratts. Tveir breskir háskólanemar týndust á Skaftafellsjökli árið 1953 en fundust ekki þrátt fyrir leit. Leifar af búnaði þeirra fundust á jöklinum sumarið 2006. Tveir þýskir ferðamenn hurfu á göngu á Svínafellsjökli í ágúst 2007. Leit að þeim var formlega hætt í lok sama mánaðar. Þremur árum síðar fannst klifurlína á fáfarinni leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúk, og upp komu vangaveltur um að hún kynni að vera eftir þýsku ferðamennina tvo. Þeir hafa þó aldrei fundist.
Bíó og sjónvarp Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Tengdar fréttir Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30 Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22 Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30
Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22
Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30