Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Vegirnir ekki hálkuvarðir og mildi að ekki hafi farið verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Vegirnir ekki hálkuvarðir og mildi að ekki hafi farið verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58