Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 21:50 Jóhannes Karl var ekki sáttur eftir leik kvöldsins. vísir/bára Skagamenn duttu út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-1 tap gegn Val að Hlíðarenda en þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Var þetta eina leiknum sem var frestað undir lok júlí mánaðar er stutt hlé var gert á iðkun knattspyrnu hér á landi eftir aðra bylgju kórónufaraldursins. „Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og sköpuðum okkur ágætis stöður. Við pressuðum Valsarana hátt á vellinum og Hannes gaf okkur boltann 5-6 sinnum inni á miðjum þeirra vallarhelmingi og við náðum kannski ekki að nýta okkur það nógu vel,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir tapið gegn Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. „Við fengum líka algjört dauðafæri eftir góða sókn þar sem Marteinn var óheppinn að hitta ekki boltann á fjær, hefði jafnvel getað tekið hann niður. Fyrri hálfleikurinn því að mörgu leyti mjög góður. Auðvitað var þetta mark sem Valsararnir spila frábærlega gert hjá þeim en mér fannst við að mestu leyti fínir í fyrri hálfleik,“ bætti Jóhannes Karl við. og það sama var uppi á teningunum í seinni háfleik. Skagamenn voru afar ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara undir lok leiksins og vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valgeirs Lunddal Friðrikssonar. „Þeir skora ágætis mörk en við fáum líka færi til að jafna og að mínu mati hefðum við átt að fá víti hérna í restina. Boltinn fór bara beint í höndina á honum og dómarateymið sem var hérna, það sagðist enginn hafa séð það. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Í stöðunni 1-0, þegar Skagamenn voru nýbúnir að skipta þríeykinu Stefáni Teiti, Tryggva Hrafni og Steinari inná af bekknum, fékk Aron Kristófer Lárusson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk við dómarann. Jóhannes Karl var ekki sáttur með sinn leikmann. „Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann og fær rautt spjald og skilur okkur svolítið eftir í súpunni. En það breytir því ekki að manni færri þá spiluðum við vel, héldum boltanum vel og héldum áfram að spila okkar leik og settum pressu á Valsarana því við ætluðum okkur að jafna leikinn.“ „Við höfðum trú á að við gætum strítt þeim þó að við værum manni færri. Við erum farnir að fórna svolítið miklu hér í blárestina og þeir ná að drepa þetta með þriðja markinu.“ Í gær fengu Skagamenn til liðs við sig Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi en hann fékk sínar fyrstu mínútur í leiknum í kvöld. „Við erum í svakalega fínum málum með leikmannahópinn okkar. Leikmaður eins og Guðmundur Tyrfingsson passar vel inn í leikmannastefnuna okkar. Þetta er ungur leikmaður sem getur náð langt.“ „Við seldum Bjarka Stein í glugganum og töldum okkur þurfa að styrkja aðeins. Ég hef mikla trú á þessum strák og við þurftum einhvern til að fylla skarðið hans Bjarka. Guðmundur er kominn núna til að hjálpa okkur að styrkja sóknarleikinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Skagamenn duttu út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-1 tap gegn Val að Hlíðarenda en þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Var þetta eina leiknum sem var frestað undir lok júlí mánaðar er stutt hlé var gert á iðkun knattspyrnu hér á landi eftir aðra bylgju kórónufaraldursins. „Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og sköpuðum okkur ágætis stöður. Við pressuðum Valsarana hátt á vellinum og Hannes gaf okkur boltann 5-6 sinnum inni á miðjum þeirra vallarhelmingi og við náðum kannski ekki að nýta okkur það nógu vel,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir tapið gegn Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. „Við fengum líka algjört dauðafæri eftir góða sókn þar sem Marteinn var óheppinn að hitta ekki boltann á fjær, hefði jafnvel getað tekið hann niður. Fyrri hálfleikurinn því að mörgu leyti mjög góður. Auðvitað var þetta mark sem Valsararnir spila frábærlega gert hjá þeim en mér fannst við að mestu leyti fínir í fyrri hálfleik,“ bætti Jóhannes Karl við. og það sama var uppi á teningunum í seinni háfleik. Skagamenn voru afar ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara undir lok leiksins og vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valgeirs Lunddal Friðrikssonar. „Þeir skora ágætis mörk en við fáum líka færi til að jafna og að mínu mati hefðum við átt að fá víti hérna í restina. Boltinn fór bara beint í höndina á honum og dómarateymið sem var hérna, það sagðist enginn hafa séð það. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Í stöðunni 1-0, þegar Skagamenn voru nýbúnir að skipta þríeykinu Stefáni Teiti, Tryggva Hrafni og Steinari inná af bekknum, fékk Aron Kristófer Lárusson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk við dómarann. Jóhannes Karl var ekki sáttur með sinn leikmann. „Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann og fær rautt spjald og skilur okkur svolítið eftir í súpunni. En það breytir því ekki að manni færri þá spiluðum við vel, héldum boltanum vel og héldum áfram að spila okkar leik og settum pressu á Valsarana því við ætluðum okkur að jafna leikinn.“ „Við höfðum trú á að við gætum strítt þeim þó að við værum manni færri. Við erum farnir að fórna svolítið miklu hér í blárestina og þeir ná að drepa þetta með þriðja markinu.“ Í gær fengu Skagamenn til liðs við sig Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi en hann fékk sínar fyrstu mínútur í leiknum í kvöld. „Við erum í svakalega fínum málum með leikmannahópinn okkar. Leikmaður eins og Guðmundur Tyrfingsson passar vel inn í leikmannastefnuna okkar. Þetta er ungur leikmaður sem getur náð langt.“ „Við seldum Bjarka Stein í glugganum og töldum okkur þurfa að styrkja aðeins. Ég hef mikla trú á þessum strák og við þurftum einhvern til að fylla skarðið hans Bjarka. Guðmundur er kominn núna til að hjálpa okkur að styrkja sóknarleikinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira