Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 21:50 Jóhannes Karl var ekki sáttur eftir leik kvöldsins. vísir/bára Skagamenn duttu út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-1 tap gegn Val að Hlíðarenda en þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Var þetta eina leiknum sem var frestað undir lok júlí mánaðar er stutt hlé var gert á iðkun knattspyrnu hér á landi eftir aðra bylgju kórónufaraldursins. „Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og sköpuðum okkur ágætis stöður. Við pressuðum Valsarana hátt á vellinum og Hannes gaf okkur boltann 5-6 sinnum inni á miðjum þeirra vallarhelmingi og við náðum kannski ekki að nýta okkur það nógu vel,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir tapið gegn Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. „Við fengum líka algjört dauðafæri eftir góða sókn þar sem Marteinn var óheppinn að hitta ekki boltann á fjær, hefði jafnvel getað tekið hann niður. Fyrri hálfleikurinn því að mörgu leyti mjög góður. Auðvitað var þetta mark sem Valsararnir spila frábærlega gert hjá þeim en mér fannst við að mestu leyti fínir í fyrri hálfleik,“ bætti Jóhannes Karl við. og það sama var uppi á teningunum í seinni háfleik. Skagamenn voru afar ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara undir lok leiksins og vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valgeirs Lunddal Friðrikssonar. „Þeir skora ágætis mörk en við fáum líka færi til að jafna og að mínu mati hefðum við átt að fá víti hérna í restina. Boltinn fór bara beint í höndina á honum og dómarateymið sem var hérna, það sagðist enginn hafa séð það. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Í stöðunni 1-0, þegar Skagamenn voru nýbúnir að skipta þríeykinu Stefáni Teiti, Tryggva Hrafni og Steinari inná af bekknum, fékk Aron Kristófer Lárusson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk við dómarann. Jóhannes Karl var ekki sáttur með sinn leikmann. „Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann og fær rautt spjald og skilur okkur svolítið eftir í súpunni. En það breytir því ekki að manni færri þá spiluðum við vel, héldum boltanum vel og héldum áfram að spila okkar leik og settum pressu á Valsarana því við ætluðum okkur að jafna leikinn.“ „Við höfðum trú á að við gætum strítt þeim þó að við værum manni færri. Við erum farnir að fórna svolítið miklu hér í blárestina og þeir ná að drepa þetta með þriðja markinu.“ Í gær fengu Skagamenn til liðs við sig Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi en hann fékk sínar fyrstu mínútur í leiknum í kvöld. „Við erum í svakalega fínum málum með leikmannahópinn okkar. Leikmaður eins og Guðmundur Tyrfingsson passar vel inn í leikmannastefnuna okkar. Þetta er ungur leikmaður sem getur náð langt.“ „Við seldum Bjarka Stein í glugganum og töldum okkur þurfa að styrkja aðeins. Ég hef mikla trú á þessum strák og við þurftum einhvern til að fylla skarðið hans Bjarka. Guðmundur er kominn núna til að hjálpa okkur að styrkja sóknarleikinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Skagamenn duttu út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-1 tap gegn Val að Hlíðarenda en þetta var síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Var þetta eina leiknum sem var frestað undir lok júlí mánaðar er stutt hlé var gert á iðkun knattspyrnu hér á landi eftir aðra bylgju kórónufaraldursins. „Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og sköpuðum okkur ágætis stöður. Við pressuðum Valsarana hátt á vellinum og Hannes gaf okkur boltann 5-6 sinnum inni á miðjum þeirra vallarhelmingi og við náðum kannski ekki að nýta okkur það nógu vel,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir tapið gegn Val í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. „Við fengum líka algjört dauðafæri eftir góða sókn þar sem Marteinn var óheppinn að hitta ekki boltann á fjær, hefði jafnvel getað tekið hann niður. Fyrri hálfleikurinn því að mörgu leyti mjög góður. Auðvitað var þetta mark sem Valsararnir spila frábærlega gert hjá þeim en mér fannst við að mestu leyti fínir í fyrri hálfleik,“ bætti Jóhannes Karl við. og það sama var uppi á teningunum í seinni háfleik. Skagamenn voru afar ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara undir lok leiksins og vildu meina að þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valgeirs Lunddal Friðrikssonar. „Þeir skora ágætis mörk en við fáum líka færi til að jafna og að mínu mati hefðum við átt að fá víti hérna í restina. Boltinn fór bara beint í höndina á honum og dómarateymið sem var hérna, það sagðist enginn hafa séð það. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Í stöðunni 1-0, þegar Skagamenn voru nýbúnir að skipta þríeykinu Stefáni Teiti, Tryggva Hrafni og Steinari inná af bekknum, fékk Aron Kristófer Lárusson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk við dómarann. Jóhannes Karl var ekki sáttur með sinn leikmann. „Hann bregst liðinu með því sem hann segir við aðstoðardómarann og fær rautt spjald og skilur okkur svolítið eftir í súpunni. En það breytir því ekki að manni færri þá spiluðum við vel, héldum boltanum vel og héldum áfram að spila okkar leik og settum pressu á Valsarana því við ætluðum okkur að jafna leikinn.“ „Við höfðum trú á að við gætum strítt þeim þó að við værum manni færri. Við erum farnir að fórna svolítið miklu hér í blárestina og þeir ná að drepa þetta með þriðja markinu.“ Í gær fengu Skagamenn til liðs við sig Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi en hann fékk sínar fyrstu mínútur í leiknum í kvöld. „Við erum í svakalega fínum málum með leikmannahópinn okkar. Leikmaður eins og Guðmundur Tyrfingsson passar vel inn í leikmannastefnuna okkar. Þetta er ungur leikmaður sem getur náð langt.“ „Við seldum Bjarka Stein í glugganum og töldum okkur þurfa að styrkja aðeins. Ég hef mikla trú á þessum strák og við þurftum einhvern til að fylla skarðið hans Bjarka. Guðmundur er kominn núna til að hjálpa okkur að styrkja sóknarleikinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira