Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 11:32 Utanríkisráðuneyti Noregs í Osló. Vísir/Getty Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands. Noregur Rússland Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands.
Noregur Rússland Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira