„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi Kjartansson ætlar ekki að tjá sig um þær illdeilur sem eru sagðar hafa verið innan lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Hann segist vera sáttur við flutninginn. „Þetta er mikið traust sem ráðherra sýnir mér. Ég segi einungis, eins og ég hef alltaf gert, allar breytingar hafa í för með sér tækifæri,“ segir Ólafur Helgi í samtali við fréttastofu og kveðst ánægður með þessa niðurstöðu. „Að sjálfsögðu er ég sáttur við allar breytingar sem hafa í för með sér tækifæri.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um málefni lögreglunnar á Suðurnesjum og var mikill óróleiki sagður vera innan embættisins. Spjótin beindust einna helst að Ólafi Helga og var hópur yfirmanna sagður vilja losna við hann. Í kjölfarið var greint frá því að ráðherra hefði málið til umfjöllunar og bárust fregnir af því að til greina kæmi að færa hann til í starfi. Grímur Hergeirsson mun verða settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum þegar Ólafur Helgi hefur störf í dómsmálaráðuneytinu. Margrét Kristín Pálsdóttir lögfræðingur mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra á sama tíma. Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig um þær illdeilur sem eru sagðar hafa verið innan embættisins og segist ekki ætla að gera það núna. „Ég hef aldrei tjáð mig um það og ætla ekki að tjá mig um það frekar.“ Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Hann segist vera sáttur við flutninginn. „Þetta er mikið traust sem ráðherra sýnir mér. Ég segi einungis, eins og ég hef alltaf gert, allar breytingar hafa í för með sér tækifæri,“ segir Ólafur Helgi í samtali við fréttastofu og kveðst ánægður með þessa niðurstöðu. „Að sjálfsögðu er ég sáttur við allar breytingar sem hafa í för með sér tækifæri.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um málefni lögreglunnar á Suðurnesjum og var mikill óróleiki sagður vera innan embættisins. Spjótin beindust einna helst að Ólafi Helga og var hópur yfirmanna sagður vilja losna við hann. Í kjölfarið var greint frá því að ráðherra hefði málið til umfjöllunar og bárust fregnir af því að til greina kæmi að færa hann til í starfi. Grímur Hergeirsson mun verða settur tímabundið í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum þegar Ólafur Helgi hefur störf í dómsmálaráðuneytinu. Margrét Kristín Pálsdóttir lögfræðingur mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra á sama tíma. Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig um þær illdeilur sem eru sagðar hafa verið innan embættisins og segist ekki ætla að gera það núna. „Ég hef aldrei tjáð mig um það og ætla ekki að tjá mig um það frekar.“
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26