Sagði það ekki góða tilfinningu að vita að hún væri lömuð fyrir neðan axlir Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 19. ágúst 2020 19:00 Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira