Lífið

Nostalgía: Íris og Valur hættu saman og hjörtu þjóðarinnar hættu að slá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íris rifjaði upp þennan erfiða tíma.
Íris rifjaði upp þennan erfiða tíma.
Það muna eflaust sumir eftir hljómsveitinni Buttercup á sínum tíma en sveitin var nokkuð vinsæl hér á landi. Fjallað var um sveitina í þættinum Nostalgía á Stöð 2 í gærkvöldi. Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir stjórnar þáttunum sem hófust á Stöð 2 fyrir rúmlega viku, þar verða gamlir þættir rifjaðir upp.

„Athyglin fór á ranga staði og það var svona miklu meira um mig sem persónu heldur en mig sem söngkonu,“ segir Íris Kristinsdóttir, kennd við Buttercup, í þættinum.

„Þetta var svolítið erfitt þegar ég var ekki og einhver önnur söngkona var syngja lag og þeir voru að frumflytja það,“ segir Íris um tilfinninguna að vera í salnum á Hlustendaverðlaunum FM957 árið 2001.

Einnig var fjallað um þættina Viltu vinna milljón sem voru í umsjón Þorsteins Joð á sínum tíma, og fleiri hljómsveitir sem voru vinsælar á sínum tíma. Og svo var fyrsti boxbardagi sögunnar í Laugardalshöllinni rifjaður upp sem var í beinni útsendingu.

Klippa: Nostalgía: Íris og Valur hættu saman og hjörtu þjóðarinnar hættu að slá





Fleiri fréttir

Sjá meira


×