Innlent

Kórónu­veiran í brenni­depli í Víg­línunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Kórónuveirufaraldurinn er þegar farin að hafa þónokkur áhrif á samfélagið og raunar heimsbyggðina alla. Í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um aðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar og þær áskoranir sem blasa við. 

Þá verður einnig rætt við þau Ásu Atladóttur, verkefnastjóra sýkingavarna hjá embætti landlæknis og Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Með­ferðar­úr­ræði fyrir fólk með heila­skaða sett á legg

Framheilaskaði hefur verið hálf falið leyndarmál á Íslandi en á hverju ári hljóta eitt þúsund til fimmtán hundruð manns framheilaskaða, þar af verða tvö til þrjú hundruð manns öryrkjar og tugir glíma við hegðunarvandamál sem gerir alla meðferð erfiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×