55 staðfest tilvik og þar af 10 innanlandssmit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 13:54 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/vilhelm Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira