Maður dæmdur fyrir að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 10:47 Maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögu í landsrétti í gær. vísir/egill Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins. Dómsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins.
Dómsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira