Maður dæmdur fyrir að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 10:47 Maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögu í landsrétti í gær. vísir/egill Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins. Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Maður var sakfelldur fyrir landsrétti í gær fyrir hótunarbrot gegn starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar, tollalagabrot og brot gegn lyfsölu- og lyfjalögum. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot gegn tolla- og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og fleiri skotfæri. Hann var þó ekki sakfelldur fyrir það þar sem héraðsdómur komst að því að um eftirlíkingar hafi verið að ræða. Maðurinn er ákærður fyrir þrjá ákæruliði, fyrst að hafa hótað starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar í mars 2016 þegar hann skrifaði og birti eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni: „það bendir allt til þess að […] hafi sýnt vanrækslu í starfi þegar gloria min for i allsherjar skoðun þar fyrir þremur vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ Þá skrifaði hann ýmis önnur ummæli sem fólu í sér hótanir og má lesa þau hér. Þá er hann sakaður um að hafa brotið gegn tolla-, lyfsölu- og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017. Hann flutti inn, og reyndi að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá, sjö ampúlum af lyfseðilsskylda lifinu HCG-M 500 sem er anabólískur steri og hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Hann var einnig sakaður um að hafa brotið tolla- og vopnalög með því að hafa flutt til landsins í ágúst 2015 skammbyssu, riffil, magasín fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Hann var aðeins sakfelldur fyrir að hafa flutt piparúðann til landsins en hin vopnin voru dæmdar eftirlíkingar. Sakaferill mannsins hefur ekki áhrif á refsingu í málinu en hann gekkst undir tvær lögreglustjórasáttir árið 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Þá var hann dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Fyrir nýjustu brotin er hann dæmdur í 60 daga fangelsi en fullnustu refsingar var frestað og hún fellur niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins.
Dómsmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira