Íslenski boltinn

Sveindís með þrennu gegn Sviss

Sindri Sverrisson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er sannkallaður markahrókur.
Sveindís Jane Jónsdóttir er sannkallaður markahrókur. Vísir/Vilhelm

Ísland vann í kvöld 4-1 sigur á Sviss á æfingamóti fyrir U19-landslið kvenna í fótbolta á La Manga á Spáni.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrsta markið á 9. mínútu eftir að hafa unnið boltann af markverði Sviss. Svisslendingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar með góðu skoti utan teigs en nánast strax í kjölfarið skoraði Barbára Sól Gísladóttir með skalla eftir hornspyrnu.

Sveindís bætti við sínu öðru marki og kom Íslandi í 3-1 skömmu fyrir leikhlé, eftir ágætan sprett fyrirliðans Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur af hægri kantinum. Sveindís fullkomnaði svo þrennuna sína með skoti af stuttu færi eftir að skot Ídu Marínar Hermannsdóttur var varið.





Ísland mætir Ítalíu á laugardaginn og loks Þýskalandi næsta mánudag, en liðið undirbýr sig fyrir keppni í milliriðli EM þar sem það mætir Skotlandi, Hollandi og Rúmeníu í Hollandi í apríl. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttur kom til móts við U19-liðið í dag eftir að hafa varið mark A-landsliðsins í fyrsta sinn í 1-0 sigrinum gegn Norður-Írlandi á Spáni í gær.


Tengdar fréttir

Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×