Flugfreyjur verða í hlífðarfötum í flugi frá Veróna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. mars 2020 19:26 Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira