Búið er að samþykkja nokkra leikvelli fyrir komandi úrslitaleiki í keppnum á vegum UEFA.
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður haldinn á Puskás Aréna í Búdapest árið 2022 en á þessu ári fer hann fram í Gdansk í Póllandi.
Þá mun úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna árið 2022 fara fram á Juventus Stadium í Tórínó og ári síðar, 2023, fer hann fram á heimavelli PSV Eindhoven í Hollandi.
Að lokum var samþykkt að halda Ofurbikar UEFA í Helsinki árið 2022 og Kazan í Rússlandi árið 2023.
Úrslitaleikur Meistaradeildar karla á þessu ári fer fram í Istanbul, líkt og árið 2005. Þá var búið að samþykkja í september 2018 að úrslitaleikurinn á næsta ári yrði spilaður í Pétursborg í Rússlandi.
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar 2022 fer fram í Búdapest
