„Verða án efa einhver áföll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 12:54 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vihelm Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira