„Verða án efa einhver áföll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 12:54 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vihelm Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira