Einn hefur verið settur í einangrun og þrír í sóttkví á Patreksfirði eftir að grunur vaknaði hjá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum um kórónuveirusmit. Öll voru þau að ferðast erlendis saman. Þetta segir á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Sýni hafa verið tekin og send á Landspítalann til greiningar og eru þetta fyrstu sýnin sem tekin hafa verið á Patreksfirði og nágrenni. Enn er einn í sóttkví á Ísafirði.
Einn í einangrun og þrír í sóttkví á Patreksfirði

Tengdar fréttir

Smitin orðin tuttugu
Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar
Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag.

Öllum verða tryggð laun í sóttkví
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun.