Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:05 Fjölmargir eru vafalítið svekktir með að árshátíðir falli niður. Um öryggisráðstafanir er að ræða hjá fyrirtækjum. Til þessa hefur sóttvarnalæknir þó ekki mælt sérstaklega með því að blássa samkomur af. Vísir/Vilhelm Samorka, Pósturinn, Össur, Orka Náttúrunnar, Verk og Vit, Byko auk Læknafélags Íslands eru á meðal aðila sem hafa ákveðið að fresta eða blása af samkomur sem fram áttu að fara á næstu vikum. Um er að ræða viðbrögð vegna kórónuveirunnar. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja, sem fram átti að fara í næstu viku. Ástæðan er sögð vera útbreiðsla kórónuveirunnar. Samtökin eru ein þeirra fjölmörgu sem ákveðið hafa að aflýsa viðburðum og mannamótum af þessum sökum.Í tilkynningu frá Samorku segir að í ljósi þess að hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir vegna COVID-19 hafi verið ákveði að skjóta fyrrnefndum ársfundi á frest. Um varúðarráðstöfun sé að ræða. Þar að auki verði sýningu á „hreinorkufarartækjum og lausnum tengdum orkuskiptum“ einnig frestað, en til hafði staðið að hún færi fram samhliða ársfundinum. Tilkynnt verði um nýja dagsetningu fyrir ársfundinn og sýninguna við fyrsta tækifæri. Fjölgar í hópnum Samorka bætist þannig í hóp ýmissa fyrirtækja og stofnanna sem hafa aflýst viðburðum á síðustu dögum. Nú síðast bárust þær fregnir að Landsvirkjun hafi ákveðið að fresta ársfundi sínum. Þá hafa fyrirtæki á borð við Össur og Póstinn ákveðið að fresta árshátíðum sínum, auk þess sem að Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað. Orka náttúrnnar hefur ákveðið að loka tímabundið Jarðhitasýningunni í Hellisheiðavirkjun sem 200 gestir sækja að jafnaði á dag yfir vetrartímann. Þá hefur fundum á vegum Læknafélags Íslands sem fara áttu fram í dag og á morgun verið frestað vegna veirunnar. Í gær var greint frá því að sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars hefði verið frestað. Flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem halda átti laugardaginn 7. mars næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að stjórn hans hafi ekki viljað stuðla að lýðræðishalla á fundum þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. Hætta sé á því að fólk sem viðkvæmt sé fyrir kórónuveirusmiti eða eigi ættingja sem eru það veigri sér við að koma á fundi sem þessa. Árshátíð Byko frestað Samkvæmt heimildum Vísis eru fjöldi fyrirtækja, sem ætluðu að halda árshátíð sína á næstu vikum, að íhuga að fresta henni vegna kórónuveirunnar. Þeirra á meðal er Byko sem frestað hefur árshátíðinni sem fara átti fram 28. mars. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur í samráði við fagteymi ÍF ákveðið að fresta Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum sem og Íslandsleikum Special Olympics í frjálsum íþróttum sem fara áttu fram helgina 13.-15. mars. Alls hafa verið greind tuttugu smit af kórónuveirunni hér á landi og liðlega þrjú hundruð sitja í sóttkví vegna veirunnar. Veistu um viðburð sem hætt hefur verið við vegna kórónuveirunnar? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Orkumál Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Samorka, Pósturinn, Össur, Orka Náttúrunnar, Verk og Vit, Byko auk Læknafélags Íslands eru á meðal aðila sem hafa ákveðið að fresta eða blása af samkomur sem fram áttu að fara á næstu vikum. Um er að ræða viðbrögð vegna kórónuveirunnar. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja, sem fram átti að fara í næstu viku. Ástæðan er sögð vera útbreiðsla kórónuveirunnar. Samtökin eru ein þeirra fjölmörgu sem ákveðið hafa að aflýsa viðburðum og mannamótum af þessum sökum.Í tilkynningu frá Samorku segir að í ljósi þess að hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir vegna COVID-19 hafi verið ákveði að skjóta fyrrnefndum ársfundi á frest. Um varúðarráðstöfun sé að ræða. Þar að auki verði sýningu á „hreinorkufarartækjum og lausnum tengdum orkuskiptum“ einnig frestað, en til hafði staðið að hún færi fram samhliða ársfundinum. Tilkynnt verði um nýja dagsetningu fyrir ársfundinn og sýninguna við fyrsta tækifæri. Fjölgar í hópnum Samorka bætist þannig í hóp ýmissa fyrirtækja og stofnanna sem hafa aflýst viðburðum á síðustu dögum. Nú síðast bárust þær fregnir að Landsvirkjun hafi ákveðið að fresta ársfundi sínum. Þá hafa fyrirtæki á borð við Össur og Póstinn ákveðið að fresta árshátíðum sínum, auk þess sem að Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað. Orka náttúrnnar hefur ákveðið að loka tímabundið Jarðhitasýningunni í Hellisheiðavirkjun sem 200 gestir sækja að jafnaði á dag yfir vetrartímann. Þá hefur fundum á vegum Læknafélags Íslands sem fara áttu fram í dag og á morgun verið frestað vegna veirunnar. Í gær var greint frá því að sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars hefði verið frestað. Flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem halda átti laugardaginn 7. mars næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að stjórn hans hafi ekki viljað stuðla að lýðræðishalla á fundum þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. Hætta sé á því að fólk sem viðkvæmt sé fyrir kórónuveirusmiti eða eigi ættingja sem eru það veigri sér við að koma á fundi sem þessa. Árshátíð Byko frestað Samkvæmt heimildum Vísis eru fjöldi fyrirtækja, sem ætluðu að halda árshátíð sína á næstu vikum, að íhuga að fresta henni vegna kórónuveirunnar. Þeirra á meðal er Byko sem frestað hefur árshátíðinni sem fara átti fram 28. mars. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur í samráði við fagteymi ÍF ákveðið að fresta Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum sem og Íslandsleikum Special Olympics í frjálsum íþróttum sem fara áttu fram helgina 13.-15. mars. Alls hafa verið greind tuttugu smit af kórónuveirunni hér á landi og liðlega þrjú hundruð sitja í sóttkví vegna veirunnar. Veistu um viðburð sem hætt hefur verið við vegna kórónuveirunnar? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Orkumál Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11