Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 15:49 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ítrekaði mikilvægi hreinlætis og handþvottar í pontu Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
„Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira