Íslenski boltinn

Garðar Örn: Þetta er algjör skítaheimur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar Örn fer mikinn þessa dagana.
Garðar Örn fer mikinn þessa dagana.

Einn besti dómari í sögu Íslands, Garðar Örn Hinriksson, er í afar áhugaverðu viðtali í dag.

Það er á fótbolti.net í þættinum „Miðjan“ þar sem Garðar Örn lætur gamminn geysa. Hann tjáir sig meðal annars um hvernig það hafi verið að dæma á efsta stigi. Að vera FIFA-dómari.

„Þetta var eitthvað sem ég stefndi að lengi. Þetta var draumurinn. Hann fjaraði þó hægt og rólega út því þetta er algjör skítaheimur,“ segir Garðar Örn opinskár við Hafliða Breiðfjörð, stjórnanda þáttarins.

„Þetta snýst ekkert um hvernig þú stendur þig innan vallar. Að stærstum hluta snýst þetta um hvernig þú ert utan vallar. Það er svona 80-20 skiptingin þar. Þetta er voðalegur sleikjuháttur hjá UEFA og FIFA. Ef þú ert ekki að strjúka hinum og þessum að þá er það bara „go fuck yourself“.

Garðar Örn segir að slíkur heimur hafi ekki verið neitt fyrir sig.

„Ég gat ekki staðið í þessu. Ég hugsaði að ef menn geta ekki dæmt mig af mínum gjörðum inn á vellinum að þá geti þeir bara farið í rassgat.“

Hlusta má á viðtalið áhugaverða hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×