Færeyingar svekktir og pirraðir út í hræsnarann Robert Plant Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 10:43 Robert Plant og Suzi Dian syngja hér á tónleikum Saving Grace um mitt síðasta ár. Getty/David Corio Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“ Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“
Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43
Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48