Icelandair ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun til Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 23:50 Icelandair hefur ekki gert breytingar á þeim áætlunum sínum að hefja beint flug til Mílanó í maí. vísir/vilhelm Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03