Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 16:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans á upplýsingafundi í dag. Vísir/vilhelm Fimm tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar verið greindir hér á landi. Þeir eru allir á fimmtugs og sextugsaldri að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Tvö sýni reyndust jákvæð um hádegisbil og eftir hádegið hafa þrjú jákvæð bæst við. Öll fjórtán eiga það sameiginlegt að hafa smitast erlendis. Fólkið er ekki alvarlega veikt. Ellefu þeirra komu í flugi frá Verona á Norður Ítalíu og þrír í flugi frá München í Þýskalandi og voru þau að koma frá Austurríki. Fólkið er nú í einangrun. Sá sem fyrst smitaðist er útskrifaður af Landspítala og er nú heima í sóttkví. Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis er að störfum. Samtals hafa þau haft samband við um 300 einstaklinga síðastliðna daga. Í dag voru 29 sýni rannsökuð á Landspítala, þar af reyndust fimm fyrrnefnd tilfelli jákvæð. Frá upphafi hafa um 180 sýni verið rannsökuð. Í kringum 300 manns eru í sóttkví á landinu öllu. Mikilvægt að gæta vel að hreinlæti Á upplýsingafundi Samhæfingarstöðvar fyrir fjölmiðla fjallaði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Már hvatti almenning til að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hann lýsti einkennum kórónuveirunnar í samanburði við hina árlegu inflúensu. Einkennin eru ekki ólík en það er til bóluefni og meðferðarmöguleikar þegar kemur að inflúensu. Kórónuveiran er ný veira og beita þarf einangrun og sóttkví þar til búið verður að þróa bóluefni. Um 80 prósent þeirra sem greinast með COVID-19 fá væg einkenni, um 15 prósent verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í 1-9 daga og er því mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrði langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID-19. Nauðsynlegt er að horfa af yfirvegun fram i tímann. Við erum í upphitun fyrir verkefni næstu mánaða. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallaði um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og er því mikilvægt að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Varast sögusagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lifa eðlilegu lífi og halda ró sinni við þessar óvenjulegu aðstæður. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Fimm tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar verið greindir hér á landi. Þeir eru allir á fimmtugs og sextugsaldri að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Tvö sýni reyndust jákvæð um hádegisbil og eftir hádegið hafa þrjú jákvæð bæst við. Öll fjórtán eiga það sameiginlegt að hafa smitast erlendis. Fólkið er ekki alvarlega veikt. Ellefu þeirra komu í flugi frá Verona á Norður Ítalíu og þrír í flugi frá München í Þýskalandi og voru þau að koma frá Austurríki. Fólkið er nú í einangrun. Sá sem fyrst smitaðist er útskrifaður af Landspítala og er nú heima í sóttkví. Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis er að störfum. Samtals hafa þau haft samband við um 300 einstaklinga síðastliðna daga. Í dag voru 29 sýni rannsökuð á Landspítala, þar af reyndust fimm fyrrnefnd tilfelli jákvæð. Frá upphafi hafa um 180 sýni verið rannsökuð. Í kringum 300 manns eru í sóttkví á landinu öllu. Mikilvægt að gæta vel að hreinlæti Á upplýsingafundi Samhæfingarstöðvar fyrir fjölmiðla fjallaði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Már hvatti almenning til að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hann lýsti einkennum kórónuveirunnar í samanburði við hina árlegu inflúensu. Einkennin eru ekki ólík en það er til bóluefni og meðferðarmöguleikar þegar kemur að inflúensu. Kórónuveiran er ný veira og beita þarf einangrun og sóttkví þar til búið verður að þróa bóluefni. Um 80 prósent þeirra sem greinast með COVID-19 fá væg einkenni, um 15 prósent verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í 1-9 daga og er því mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrði langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID-19. Nauðsynlegt er að horfa af yfirvegun fram i tímann. Við erum í upphitun fyrir verkefni næstu mánaða. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallaði um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og er því mikilvægt að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Varast sögusagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lifa eðlilegu lífi og halda ró sinni við þessar óvenjulegu aðstæður.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira