Áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaðinn Valur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun