Óhress með að vera kallaður „lítill einræðisherra“ og „blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:06 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm „Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vinstri græn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vinstri græn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira