Nútíminn greiðir krónu fyrir klikk Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2020 10:43 Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn verið með lausa samninga í 14 mánuði og telja kjör sín kröpp. Hins vegar er það áður óþekkt að blaðamanni séu ætlaðar 17 þúsund krónur fyrir 58 stunda vinnuviku. En, það vildu Nútímamenn greiða Ingunni Láru. Vefmiðillinn Nútíminn hefur viljað hafa þann háttinn á að greiða „krónu fyrir klikk“, sem þýðir að eftir því sem fleiri smella á fréttina þeim mun meira fær blaðamaðurinn greitt fyrir vinnu sína. Ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um þann freistnivanda sem þetta getur haft í för með sér, að hnika til góðum háttum og fagmennsku í blaðamennsku. 17 þúsund krónur fyrir 58 vinnustundir Ingunn Lára Kristjánsdóttir blaðamaður höfðaði mál á hendur Gebo ehf, útgefanda Nútímans, og hafði sigur. Málið eins og það var lagt upp af hálfu Blaðamannafélagsins sneri að gerviverktöku. Ingunn Lára greinir sjálf frá niðurstöðunni sem nú liggur fyrir. Hún segir þetta mikinn sigur eftir ár í óvissu. „Áður en ég hóf störf hjá Fréttablaðinu þá vann ég í eina viku hjá Nútímanum. Hvers vegna hætti ég? Jú, mér var boðið 17 þúsund krónur fyrir 58 vinnustundir.“ Atli Fannar Bjarkason nýmiðlunarstjóri Ríkisútvarpsins stofnaði og rak Nútímann um árabil en seldi fjölmiðilinn í september 2016, þá til eigenda ske.is. Atli Fannar segir í samtali við Vísi að þessu kerfi hafi verið komið á eftir að hann seldi miðilinn. Gebo ehf. er í eigu Jóns Kristins Laufdal, Benedikts Freys Jónssonar, Ásrúnar Lailu Awad og Sigurðar Þorsteinssonar. Ingunn Lára segir þetta það versta en jafnframt það besta sem fyrir sig hafa komið, að hafa ráðið sig til starfa hjá Nútímanum. Ingunn Lára greinir frá því á Facebooksíðu sinni nú í morgun að öll samskipti við vinnuveitendur á Nútímanum hafi verið óskýr og óþægileg. Og nú eftir fallinn dóm liggur fyrir að þar er stunduð gerviverktaka. Sem er bönnuð lögum samkvæmt. Gerviverktaka í grófum dráttum það þegar greitt er fyrir starf sem eðlilegt er að falli undir hefðbundið launþegasamband vinnuveitanda og starfsmanns en greitt er sem um verktöku sé að ræða. Það forðar fyrirtækinu frá því að greiða launatengd gjöld. Vísir er með dóminn undir höndum og þar er kveðið skýrt á um þetta atriði. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn en Stefnda, Gebo ehf., útgáfufélagi Nútímans er gert að greiða 174 þúsund krónur auk vaxta og verðtryggingar auk 600 þúsund króna í málskostnað. „Ágreiningur málsaðila, sem hér er til úrlausnar, snýst um eðli starfssambands stefnanda við stefnda.“ Borga kúk og kanil fyrir fréttirnar Ingunn Lára veltir því fyrir sér hvers vegna enginn hafi gert athugasemd við þetta fyrr en hún leitaði til Blaðamannafélagsins. „Hvers vegna samþykkti ég þetta kerfi til að byrja með? Ég gerði það ekki. Ég mætti í viðtal og var boðið starf þar sem mér var lofað kjörum sem væru talsvert betri en hefðbundin blaðamannalaun. Þeir kölluðu það krónu fyrir klikk og máluðu myndina þannig að ég væri að fá í kringum 10 þúsund krónur fyrir hverja frétt. Nútíminn í dag. Ég hafði aldrei áður unnið á fréttavef og gat ekkert miðað við. Þeir nýttu sér vanþekkingu mína til að græða pening á mínu efni og ætluðu svo að borga mér kúk og kanil fyrir fréttir sem ég skrifaði og myndbönd sem ég klippti.“ Ef þú vilt eitthvað annað farðu þá bara Ingunn Lára segist hafa þegið starfið með því skilyrði að hún fengi viðtal og gengið yrði frá því að hún yrði launþegi en það hafi hins vegar aldrei orðið, né hafi hún fengið að sjá neinn samning. „Eftir að ég gekk út af skrifstofunni, hálf hlæjandi og í áfalli eftir að hafa séð að 58 klukkustunda vinna mín væri metin á 17 þúsund krónur, ómaði ein setning í höfði mínu, sem fyrrverandi vinnuveitandi minn á Nútímanum sagði eftir að ég lýsti yfir furðu yfir laununum sem mér var boðið: „Þetta er bara kerfið okkar sem virkar. Við höfum séð allt of marga fjölmiðla fara á hausinn. Ef þú vilt eitthvað annað, farðu þá bara yfir á Fréttablaðið.““ Og það var það sem Ingunn Lára gerði og þakkar fyrir það. Það besta og versta sem hún hefur lent í að sögn og hún birtir dómsorðið á Facebooksíðu sinni. Dómsmál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atli Fannar selur og hættir með Nútímann Atli Fannar Bjarkason, stofnandi og ritstjóri vefmiðilsins Nútímans, hefur rekið fjölmiðilinn í fjögur ár. 6. september 2018 21:10 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Vefmiðillinn Nútíminn hefur viljað hafa þann háttinn á að greiða „krónu fyrir klikk“, sem þýðir að eftir því sem fleiri smella á fréttina þeim mun meira fær blaðamaðurinn greitt fyrir vinnu sína. Ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um þann freistnivanda sem þetta getur haft í för með sér, að hnika til góðum háttum og fagmennsku í blaðamennsku. 17 þúsund krónur fyrir 58 vinnustundir Ingunn Lára Kristjánsdóttir blaðamaður höfðaði mál á hendur Gebo ehf, útgefanda Nútímans, og hafði sigur. Málið eins og það var lagt upp af hálfu Blaðamannafélagsins sneri að gerviverktöku. Ingunn Lára greinir sjálf frá niðurstöðunni sem nú liggur fyrir. Hún segir þetta mikinn sigur eftir ár í óvissu. „Áður en ég hóf störf hjá Fréttablaðinu þá vann ég í eina viku hjá Nútímanum. Hvers vegna hætti ég? Jú, mér var boðið 17 þúsund krónur fyrir 58 vinnustundir.“ Atli Fannar Bjarkason nýmiðlunarstjóri Ríkisútvarpsins stofnaði og rak Nútímann um árabil en seldi fjölmiðilinn í september 2016, þá til eigenda ske.is. Atli Fannar segir í samtali við Vísi að þessu kerfi hafi verið komið á eftir að hann seldi miðilinn. Gebo ehf. er í eigu Jóns Kristins Laufdal, Benedikts Freys Jónssonar, Ásrúnar Lailu Awad og Sigurðar Þorsteinssonar. Ingunn Lára segir þetta það versta en jafnframt það besta sem fyrir sig hafa komið, að hafa ráðið sig til starfa hjá Nútímanum. Ingunn Lára greinir frá því á Facebooksíðu sinni nú í morgun að öll samskipti við vinnuveitendur á Nútímanum hafi verið óskýr og óþægileg. Og nú eftir fallinn dóm liggur fyrir að þar er stunduð gerviverktaka. Sem er bönnuð lögum samkvæmt. Gerviverktaka í grófum dráttum það þegar greitt er fyrir starf sem eðlilegt er að falli undir hefðbundið launþegasamband vinnuveitanda og starfsmanns en greitt er sem um verktöku sé að ræða. Það forðar fyrirtækinu frá því að greiða launatengd gjöld. Vísir er með dóminn undir höndum og þar er kveðið skýrt á um þetta atriði. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn en Stefnda, Gebo ehf., útgáfufélagi Nútímans er gert að greiða 174 þúsund krónur auk vaxta og verðtryggingar auk 600 þúsund króna í málskostnað. „Ágreiningur málsaðila, sem hér er til úrlausnar, snýst um eðli starfssambands stefnanda við stefnda.“ Borga kúk og kanil fyrir fréttirnar Ingunn Lára veltir því fyrir sér hvers vegna enginn hafi gert athugasemd við þetta fyrr en hún leitaði til Blaðamannafélagsins. „Hvers vegna samþykkti ég þetta kerfi til að byrja með? Ég gerði það ekki. Ég mætti í viðtal og var boðið starf þar sem mér var lofað kjörum sem væru talsvert betri en hefðbundin blaðamannalaun. Þeir kölluðu það krónu fyrir klikk og máluðu myndina þannig að ég væri að fá í kringum 10 þúsund krónur fyrir hverja frétt. Nútíminn í dag. Ég hafði aldrei áður unnið á fréttavef og gat ekkert miðað við. Þeir nýttu sér vanþekkingu mína til að græða pening á mínu efni og ætluðu svo að borga mér kúk og kanil fyrir fréttir sem ég skrifaði og myndbönd sem ég klippti.“ Ef þú vilt eitthvað annað farðu þá bara Ingunn Lára segist hafa þegið starfið með því skilyrði að hún fengi viðtal og gengið yrði frá því að hún yrði launþegi en það hafi hins vegar aldrei orðið, né hafi hún fengið að sjá neinn samning. „Eftir að ég gekk út af skrifstofunni, hálf hlæjandi og í áfalli eftir að hafa séð að 58 klukkustunda vinna mín væri metin á 17 þúsund krónur, ómaði ein setning í höfði mínu, sem fyrrverandi vinnuveitandi minn á Nútímanum sagði eftir að ég lýsti yfir furðu yfir laununum sem mér var boðið: „Þetta er bara kerfið okkar sem virkar. Við höfum séð allt of marga fjölmiðla fara á hausinn. Ef þú vilt eitthvað annað, farðu þá bara yfir á Fréttablaðið.““ Og það var það sem Ingunn Lára gerði og þakkar fyrir það. Það besta og versta sem hún hefur lent í að sögn og hún birtir dómsorðið á Facebooksíðu sinni.
Dómsmál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atli Fannar selur og hættir með Nútímann Atli Fannar Bjarkason, stofnandi og ritstjóri vefmiðilsins Nútímans, hefur rekið fjölmiðilinn í fjögur ár. 6. september 2018 21:10 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Atli Fannar selur og hættir með Nútímann Atli Fannar Bjarkason, stofnandi og ritstjóri vefmiðilsins Nútímans, hefur rekið fjölmiðilinn í fjögur ár. 6. september 2018 21:10