Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 10:38 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandinn í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað. Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira