Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:24 Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. Vísir/vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10