Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 08:33 Víðir segir að manninum líði ágætlega og sé ekki mikið veikur. Vísir/vilhelm Níundi Íslendingurinn sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid19-sjúkdómnum kom heim frá Austurríki á sunnudag. Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. Þau eru öll komin í sóttkví. Þetta staðfestir Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Þegar var greint frá því að öll smitin mætti rekja til Ítalíu nema eitt. Nú hefur verið staðfest að umrætt tilfelli má rekja til Austurríkis en maðurinn, sem er á sextugsaldri, hafði verið þar í skíðaferð með fjölskyldu sinni og flogið hingað til lands frá München í Þýskalandi. Í gær var greint frá því að enn væri verið að reyna að ná í farþega úr flugi Icelandair frá München á sunnudag. Kona sem greindist með veiruna á sunnudag var um borð í flugvélinni en hún hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu. Sjá einnig: Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Maðurinn sætir nú heimasóttkví, sem og tveir fjölskyldumeðlimir hans. Víðir segir að gera megi ráð fyrir að fleiri sem tengist manninum verði einnig látnir sæta sóttkví. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir segist sjálfur hafa rætt við manninn, sem líði ágætlega og sé ekki mikið veikur. Enn sé unnið að því að rekja ferðir hans, vinna þess efnis hafi staðið yfir í nótt og haldi áfram í dag. Almannavarnardeild býst ekki við nýjum upplýsingum er varða kórónuveiruna fyrr en á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Sextán tilfelli kórónuveiru hafa verið staðfest í Austurríki, samkvæmt tölum frá því í gær. Þar af hafa sextán greinst í Vín, tvö í Týról og tvö í Neðra-Austurríki. Líkt og áður segir hafa níu tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest á Íslandi. Sex greindust í gær, eitt síðasta föstudag og svo tvö til viðbótar um helgina. Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna gistu allir á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Fréttin hefur verið uppfærð. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Almannavarnir Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2. mars 2020 20:15 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Níundi Íslendingurinn sem smitaður er af kórónuveirunni sem veldur Covid19-sjúkdómnum kom heim frá Austurríki á sunnudag. Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. Þau eru öll komin í sóttkví. Þetta staðfestir Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Þegar var greint frá því að öll smitin mætti rekja til Ítalíu nema eitt. Nú hefur verið staðfest að umrætt tilfelli má rekja til Austurríkis en maðurinn, sem er á sextugsaldri, hafði verið þar í skíðaferð með fjölskyldu sinni og flogið hingað til lands frá München í Þýskalandi. Í gær var greint frá því að enn væri verið að reyna að ná í farþega úr flugi Icelandair frá München á sunnudag. Kona sem greindist með veiruna á sunnudag var um borð í flugvélinni en hún hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu. Sjá einnig: Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Maðurinn sætir nú heimasóttkví, sem og tveir fjölskyldumeðlimir hans. Víðir segir að gera megi ráð fyrir að fleiri sem tengist manninum verði einnig látnir sæta sóttkví. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir segist sjálfur hafa rætt við manninn, sem líði ágætlega og sé ekki mikið veikur. Enn sé unnið að því að rekja ferðir hans, vinna þess efnis hafi staðið yfir í nótt og haldi áfram í dag. Almannavarnardeild býst ekki við nýjum upplýsingum er varða kórónuveiruna fyrr en á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Sextán tilfelli kórónuveiru hafa verið staðfest í Austurríki, samkvæmt tölum frá því í gær. Þar af hafa sextán greinst í Vín, tvö í Týról og tvö í Neðra-Austurríki. Líkt og áður segir hafa níu tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest á Íslandi. Sex greindust í gær, eitt síðasta föstudag og svo tvö til viðbótar um helgina. Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna gistu allir á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Fréttin hefur verið uppfærð. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Almannavarnir Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2. mars 2020 20:15 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2. mars 2020 20:15
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10