Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:30 Sorphirða hófst í Breiðholti í dag eftir að tímabundin undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Vísir/Egill Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira