Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2020 12:00 Úr myndbandinu sem fer að komast í milljón spilanir á YouTube. Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn. Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn.
Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira