Áhrifamikil saga NBA-stjörnu og viðbragða hans eftir að ófrísk eiginkona hans greindist með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 12:00 Jrue Holiday og Lauren Holiday með dóttur sína Jrue Tyler Holiday sem er kölluð JT. Getty/Cassy Athena Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020 NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira