Hollvinasamtökum Elliðaárdals tókst ekki að safna nægum fjölda undirskrifta til að knýja fram íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka.
Í Morgunblaðinu segir að alls hafi safnast rúmlega níu þúsund undirskriftir rafrænt, en til viðbótar safnaðist einhver fjöldi á pappír. Þó sé ljóst að fjöldinn sé ekki nálægt þeim 18 þúsundum sem þarf til að borgaryfirvöld væru bundin af niðurstöðunum. Söfnuninni lauk síðastliðinn laugardag.
Haft er eftir Halldóri Páli Gíslasyni, formanni samtakanna, að hópur íbúa sé með það til skoðunar að fara dómstólaleiðina og áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til dómstóla.
Áform eru uppi um að byggja 4.500 fermetra hvelfingu á svæðinu sem deilt er um.