Loka Louvre-safninu vegna ótta við kórónuveirusmit Andri Eysteinsson skrifar 1. mars 2020 15:32 Louvre-safnið er eitt fjölsóttasta safn heims. Getty/Chesnot Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Sumt starfsfólk safnsins neitaði að vinna vegna ótta við smit og kallaði því eftir fundi með yfirmönnum. „Við vorum áhyggjufull því gestir okkar koma alls staðar að úr heiminum,“ hefur AP eftir trúnaðarmanni starfsfólks safnsins Andre Sacristin. Í fyrstu var gefin út yfirlýsing þess efnis að opnun safnsins í dag yrði frestað vegna starfsmannafundar. Mikill fjöldi fólks beið hins vegar fyrir utan safnið tímunum saman.Sacristin segir að starfsfólk safnsins hræðist smit vegna þeirra þúsunda sem sækja safnið heim á degi hverjum. Þá hafa starfsmenn listasafna á Norður-Ítalíu verið í Louvre safninu undanfarna daga þar sem verið er að undirbúa flutning verka eftir Leonardo Da Vinci til Ítalíu eftir að hafa verið tímabundið til sýnis í París. Stór hluti Norður-Ítalíu hefur verið skilgreindur sem hættusvæði vegna möguleika á smiti.Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á mánudag. „Til verndar starfsfólki ættu gestir að gangast undir rannsókn áður en þeir koma inn á safnið, ef veiran greinist ætti safnið að loka,“ sagði Sacristin og bætti við að starfsmenn væru ósáttir við að þeim hafi eingöngu verið boðið handspritt til varnar smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Söfn Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Sumt starfsfólk safnsins neitaði að vinna vegna ótta við smit og kallaði því eftir fundi með yfirmönnum. „Við vorum áhyggjufull því gestir okkar koma alls staðar að úr heiminum,“ hefur AP eftir trúnaðarmanni starfsfólks safnsins Andre Sacristin. Í fyrstu var gefin út yfirlýsing þess efnis að opnun safnsins í dag yrði frestað vegna starfsmannafundar. Mikill fjöldi fólks beið hins vegar fyrir utan safnið tímunum saman.Sacristin segir að starfsfólk safnsins hræðist smit vegna þeirra þúsunda sem sækja safnið heim á degi hverjum. Þá hafa starfsmenn listasafna á Norður-Ítalíu verið í Louvre safninu undanfarna daga þar sem verið er að undirbúa flutning verka eftir Leonardo Da Vinci til Ítalíu eftir að hafa verið tímabundið til sýnis í París. Stór hluti Norður-Ítalíu hefur verið skilgreindur sem hættusvæði vegna möguleika á smiti.Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á mánudag. „Til verndar starfsfólki ættu gestir að gangast undir rannsókn áður en þeir koma inn á safnið, ef veiran greinist ætti safnið að loka,“ sagði Sacristin og bætti við að starfsmenn væru ósáttir við að þeim hafi eingöngu verið boðið handspritt til varnar smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Söfn Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10