Golf

Amy Olson leiðir á Opna breska

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amy Olson lék ágætis golf í dag.
Amy Olson lék ágætis golf í dag. Matthew Lewis/Getty Images

Einum hring er nú lokið á Opna breska meistaramótinu í golfi. Amy Olson leiðir með tveimur höggum eftir fyrsta hring.

Leikið er á Royal Troon-vellinum í Skotlandi en mótið er eitt risamótanna í golfi kvenna. Fer það nú fram í 44. sinn. Þá er það bæði hluti af evrópsku mótaröðinni sem og hinni bandarísku LPGA-mótaröð.

Nær allir kylfingar dagsins áttu erfitt uppdráttar og voru aðeins þrjár undir pari að loknum fyrsta hring mótsins. Hin bandaríska Amy Olson lék best allra í dag á samtals 67 höggum eða þremur höggum undir pari.

Þar á eftir komu Marina Alex, einnig frá Bandaríkjum, og hin þýska Sophio Popov. Léku þær báðar á einu höggi undir pari. Alls eru svo tíu kylfingar á pari og ljóst að það stefnir í hörku keppni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×