Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-1 | Stig á lið í Lautinni Víkingur Goði Sigurðarson og Andri Már Eggertsson skrifa 21. ágúst 2020 21:30 Stjarnan er enn taplaus í Pepsi Max deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fylki á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Stjarnan og Fylkir gerðu í kvöld 1-1 jafntefli á Würth vellinum í jöfnum leik í Pepsi Max deild karla. Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik eftir skallamark frá Hilmari Árna en Ásgeir Eyþórsson jafnaði með skallamarki í seinni hálfleik. Fylkismenn voru líklegri undir lokin en ógnuðu þó aldrei almennilega. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og áttu nokkur ágætis færi fyrsta korterið. Djair Parfitt-Williams og Valdimar voru duglegir í að finna svæði á milli varnarmanna Stjörnunnar. Það vantaði þó alltaf herslumuninn hjá Fylki í kvöld. Stjörnunni gekk aftur á móti illa að halda boltanum í upphafi leiks. Stjörnumenn urðu betri og betri þegar leið á fyrri hálfleikinn. Þeir náðu að halda boltanum betur. Eftir að Hilmar Árni fór að vera meira vinstra meginn á vellinum komst hann meira í boltann sem er besta sem getur gerst fyrir sóknarleik Stjörnunnar. Hilmar Árni og Halldór Orri voru flottir í kvöld og það kom ekki á óvart að þeir hafi verð mennirnir á bakvið fyrsta mark leiksins. Hilmar kom Stjörnunni yfir með skalla, Halldór lagði upp markið fínni fyrirgjöf af vinstri kantinum. Stjarnan átti nokkur önnur ágæt færi í fyrri hálfleik en ekkert sem var mjög hættulegt. Fylkir voru oftast að sækja á fáum mönnum og ef spræku kantmenn Fylkis komust í góðar stöður var oftast enginn með þeim í góðri stöðu og sóknirnar runnu út í sandinn. Fylkismenn komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn en vörnin hjá Stjörnunni var ennþá mjög þétt. Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi verið meira með boltann bjuggu þeir ekki til mikið af færum úr opnum leik og ekki eitt einasta dauðafæri. Ásgeir Eyþórsson jafnaði leikinn á 77. mínútu með marki eftir hornspyrnu. Daði Ólafsson tók hornspyrnuna og Ásgeir var hæstur í teignum og skallaði boltann inn.Fylkismenn náðu eitthvað að sækja undir lokinn en þeir voru aldrei líklegir til að taka öll stigin. Arnór Borg átti besta skotið í uppbótartíma eftir frábæra langa sendingu frá Nikúlas Val en Haraldur varði vel í markinu hjá Stjörnunni. Af hverju varð jafntefli? Stjörnumenn sættu sig við það að skora þetta mark sitt í leiknum og reyndu eiginlega aldrei að bæta við öðru. Fylkir voru síðan bara ekki með nógu mikil gæði sóknarlega til að ná í þrjú stig í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Nikúlás Val Gunnarsson var maður leiksins. Hann stóð sig vel á miðjunni hjá Fylki, skilaði boltanum eiginlega alltaf á samherja og var duglegur að gefa boltann fljótt áfram. Síðan var hann líka duglegur í að stoppa sóknir hjá Stjörnunni. Hafsentarnir hjá Stjörnunni, Brynjar Gauti og Daníel Laxdal, skiluðu báðir af sér flottum leik. Þrátt fyrir að spilamennskan hafi ekki verið uppá 10 gerðu þeir engin mistök og leyfðu engin almennileg færi, það er ekki hægt að biðja um mikið meira. Hilmar Árni og Halldór Orri voru síðan einu með lífsmark sóknarlega hjá Stjörnunni. Valdimar og Djair áttu báðir fína spretti hjá Fylki en það getur ekki talist sem góður leikur hjá leikmönnum í þeirra stöðum þegar það koma engin dauðafæri í leiknum. Ásgeir Eyþórsson var fínn í leiknum og skoraði náttúrulega markið sem tryggði stigið. Þórður Gunnar og Arnór Borg voru síðan sprækir eftir að þeir komu inná. Hvað gekk illa? Það er enginn sem horfði á þennan leik og hugsaði að Stjarnan væru eitt af bestu liðum landsins. Þeim gekk ekki vel að halda boltanum enda voru þeir kannski ekki mikið að reyna það oftast. Fylki gekk illa að brjóta niður vörn Stjörnunnar á seinasta þriðjungnum. Hvað gerist næst? Fylkismenn taka á móti botnliði Fjölnis næsta þriðjudag hérna í Lautinni. Stjörnumenn fá KA í heimsókn á miðvikudaginn. Rúnar Páll: Liðið hefur oft spilað betur en í kvöld Stjarnan var ekki á deginum sínum í Árbænum í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli sem er annað 1-1 jafnteflið sem Stjarnan gerir á rúmri viku. „Mér fannst við ekki góðir í kvöld við skoruðum þó fallegt mark sem var eina jákvæða hjá mínu liði í kvöld,” sagði Rúnar Páll Stjarnan fékk lítið sem ekkert af færum í seinni hálfleiknum þeir voru ekki að ná að halda boltanum einsog þeir vilja gera, sendingar liðsins voru ekki að rata á rétta leikmenn og var barrátta liðsins ekki góð. Rúnar Páll, annar af þjálfurum Stjörnunnar.Vísir Rúnari fannst þó Fylkir ekki skapa sér mikið af færum en þeir lágu mikið á Stjörnunni en fengu lítið af dauða færum og fannst Rúnari hans leikmenn oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. „Það er alltaf vont að fá á sig mark úr hornspyrnu við höfum gert lítið af því í sumar og áttum við að dekka mennina okkar betur,” sagði Rúnar Páll Pepsi Max-deild karla Stjarnan Fylkir
Stjarnan er enn taplaus í Pepsi Max deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fylki á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Stjarnan og Fylkir gerðu í kvöld 1-1 jafntefli á Würth vellinum í jöfnum leik í Pepsi Max deild karla. Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik eftir skallamark frá Hilmari Árna en Ásgeir Eyþórsson jafnaði með skallamarki í seinni hálfleik. Fylkismenn voru líklegri undir lokin en ógnuðu þó aldrei almennilega. Fylkismenn byrjuðu leikinn betur og áttu nokkur ágætis færi fyrsta korterið. Djair Parfitt-Williams og Valdimar voru duglegir í að finna svæði á milli varnarmanna Stjörnunnar. Það vantaði þó alltaf herslumuninn hjá Fylki í kvöld. Stjörnunni gekk aftur á móti illa að halda boltanum í upphafi leiks. Stjörnumenn urðu betri og betri þegar leið á fyrri hálfleikinn. Þeir náðu að halda boltanum betur. Eftir að Hilmar Árni fór að vera meira vinstra meginn á vellinum komst hann meira í boltann sem er besta sem getur gerst fyrir sóknarleik Stjörnunnar. Hilmar Árni og Halldór Orri voru flottir í kvöld og það kom ekki á óvart að þeir hafi verð mennirnir á bakvið fyrsta mark leiksins. Hilmar kom Stjörnunni yfir með skalla, Halldór lagði upp markið fínni fyrirgjöf af vinstri kantinum. Stjarnan átti nokkur önnur ágæt færi í fyrri hálfleik en ekkert sem var mjög hættulegt. Fylkir voru oftast að sækja á fáum mönnum og ef spræku kantmenn Fylkis komust í góðar stöður var oftast enginn með þeim í góðri stöðu og sóknirnar runnu út í sandinn. Fylkismenn komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn en vörnin hjá Stjörnunni var ennþá mjög þétt. Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi verið meira með boltann bjuggu þeir ekki til mikið af færum úr opnum leik og ekki eitt einasta dauðafæri. Ásgeir Eyþórsson jafnaði leikinn á 77. mínútu með marki eftir hornspyrnu. Daði Ólafsson tók hornspyrnuna og Ásgeir var hæstur í teignum og skallaði boltann inn.Fylkismenn náðu eitthvað að sækja undir lokinn en þeir voru aldrei líklegir til að taka öll stigin. Arnór Borg átti besta skotið í uppbótartíma eftir frábæra langa sendingu frá Nikúlas Val en Haraldur varði vel í markinu hjá Stjörnunni. Af hverju varð jafntefli? Stjörnumenn sættu sig við það að skora þetta mark sitt í leiknum og reyndu eiginlega aldrei að bæta við öðru. Fylkir voru síðan bara ekki með nógu mikil gæði sóknarlega til að ná í þrjú stig í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Nikúlás Val Gunnarsson var maður leiksins. Hann stóð sig vel á miðjunni hjá Fylki, skilaði boltanum eiginlega alltaf á samherja og var duglegur að gefa boltann fljótt áfram. Síðan var hann líka duglegur í að stoppa sóknir hjá Stjörnunni. Hafsentarnir hjá Stjörnunni, Brynjar Gauti og Daníel Laxdal, skiluðu báðir af sér flottum leik. Þrátt fyrir að spilamennskan hafi ekki verið uppá 10 gerðu þeir engin mistök og leyfðu engin almennileg færi, það er ekki hægt að biðja um mikið meira. Hilmar Árni og Halldór Orri voru síðan einu með lífsmark sóknarlega hjá Stjörnunni. Valdimar og Djair áttu báðir fína spretti hjá Fylki en það getur ekki talist sem góður leikur hjá leikmönnum í þeirra stöðum þegar það koma engin dauðafæri í leiknum. Ásgeir Eyþórsson var fínn í leiknum og skoraði náttúrulega markið sem tryggði stigið. Þórður Gunnar og Arnór Borg voru síðan sprækir eftir að þeir komu inná. Hvað gekk illa? Það er enginn sem horfði á þennan leik og hugsaði að Stjarnan væru eitt af bestu liðum landsins. Þeim gekk ekki vel að halda boltanum enda voru þeir kannski ekki mikið að reyna það oftast. Fylki gekk illa að brjóta niður vörn Stjörnunnar á seinasta þriðjungnum. Hvað gerist næst? Fylkismenn taka á móti botnliði Fjölnis næsta þriðjudag hérna í Lautinni. Stjörnumenn fá KA í heimsókn á miðvikudaginn. Rúnar Páll: Liðið hefur oft spilað betur en í kvöld Stjarnan var ekki á deginum sínum í Árbænum í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli sem er annað 1-1 jafnteflið sem Stjarnan gerir á rúmri viku. „Mér fannst við ekki góðir í kvöld við skoruðum þó fallegt mark sem var eina jákvæða hjá mínu liði í kvöld,” sagði Rúnar Páll Stjarnan fékk lítið sem ekkert af færum í seinni hálfleiknum þeir voru ekki að ná að halda boltanum einsog þeir vilja gera, sendingar liðsins voru ekki að rata á rétta leikmenn og var barrátta liðsins ekki góð. Rúnar Páll, annar af þjálfurum Stjörnunnar.Vísir Rúnari fannst þó Fylkir ekki skapa sér mikið af færum en þeir lágu mikið á Stjörnunni en fengu lítið af dauða færum og fannst Rúnari hans leikmenn oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. „Það er alltaf vont að fá á sig mark úr hornspyrnu við höfum gert lítið af því í sumar og áttum við að dekka mennina okkar betur,” sagði Rúnar Páll
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti