Veitt með Vinum frítt á Youtube Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2020 12:04 Tökur á Veitt með Vinum í Blöndu sumarið 2009 Mynd: KL Það eru nú orðin allmörg ár síðan greinarhöfundur framleiddi veiðiþættina Veitt með Vinum og líklega ennþá einhverjir sem eiga eftir að sjá þættina. Í ljósi þess að nokkur þúsund manns eru nú í sóttkví og eins að það styttist óðum í að veiðitímabilið hefjist hef ég tekið þá ákvörðun að deila þáttunum frítt á Youtube með þeirri von að þættirnir, þótt gamlir séu, stytti veiðimönnum og veiðikonum biðina í sóttkví eða bara biðina í að geta farið út að veiða. Þættirnir eru framleiddir á árinum 2004-2010 og eru yngstu þættirnir því orðnir 10 ára gamlir. Það voru gerðir þættir víða en þar á meðal í Veiðivötnum, Þingvallavatni, Breiðdalsá, Langá, Laxá í Nesi, Norðlingafljóti, Norðurá, Laxá í Kjós, Minnivallalæk, Breiðdalsá, Jöklu, Gljúfurá í Húnaþingi og Víðidalsá bara svo nokkur séu nefnd. Við sem að þáttunum stóðum vonum að þetta gleðli sem flesta og á sama tíma minnum við ykkur á að vera dugleg að fara út að veiða, nú þegar það stefnir í að ferðalög erlendis verði í minna lagi á komandi sumri er fátt eins skemmtilegt og gefandi að fara út með fjölskylduna, og svo ég tali ekki um krakkana, og ná sér í nokkra silunga á grillið. Þú finnur þættina HÉR. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Innsend frétt úr Korpunni Veiði
Það eru nú orðin allmörg ár síðan greinarhöfundur framleiddi veiðiþættina Veitt með Vinum og líklega ennþá einhverjir sem eiga eftir að sjá þættina. Í ljósi þess að nokkur þúsund manns eru nú í sóttkví og eins að það styttist óðum í að veiðitímabilið hefjist hef ég tekið þá ákvörðun að deila þáttunum frítt á Youtube með þeirri von að þættirnir, þótt gamlir séu, stytti veiðimönnum og veiðikonum biðina í sóttkví eða bara biðina í að geta farið út að veiða. Þættirnir eru framleiddir á árinum 2004-2010 og eru yngstu þættirnir því orðnir 10 ára gamlir. Það voru gerðir þættir víða en þar á meðal í Veiðivötnum, Þingvallavatni, Breiðdalsá, Langá, Laxá í Nesi, Norðlingafljóti, Norðurá, Laxá í Kjós, Minnivallalæk, Breiðdalsá, Jöklu, Gljúfurá í Húnaþingi og Víðidalsá bara svo nokkur séu nefnd. Við sem að þáttunum stóðum vonum að þetta gleðli sem flesta og á sama tíma minnum við ykkur á að vera dugleg að fara út að veiða, nú þegar það stefnir í að ferðalög erlendis verði í minna lagi á komandi sumri er fátt eins skemmtilegt og gefandi að fara út með fjölskylduna, og svo ég tali ekki um krakkana, og ná sér í nokkra silunga á grillið. Þú finnur þættina HÉR.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Innsend frétt úr Korpunni Veiði