Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. ágúst 2020 12:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Friðrik Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þá hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla verið frestað til 2. september og til 7 september í álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Starfsmaðurinn flakkaði á milli og Hvassaleitisskóla og greindist með kórónuveiruna í gær. Sóttvarnalæknir tók ákvörðun um að loka skólunum að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en til stóð að setja skólahald á morgun, mánudag. Frístund verður opin „Allir starfsmenn eru í raun komnir í sóttkví og þess vegna erum við að fresta skólasetningunni um nokkra daga til þess að tryggja að smit hafi ekki verið útbreitt í skólanum. Þetta er auðvitað bara öryggisráðstöfun, starfsfólkið hélt fjarlægðarmörkum en þetta er gert til að tryggja að í þessu umhverfi sé ekkert frekara smit,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var nýbyrjaður í starfinu og var kynntur fyrir öðru starfsfólki í liðinni viku. „Það er í raun í þeirri kynningu sem að menn vilja taka allan vafa og tryggja að það verði ekki frekara smit,“ segir Helgi. Hann segir að frístundin verði opin í skólunum og verið sé að reyna að finna lausn til að hafa hana lengur opna. „Þetta varðar ekki starfsfólk frístundaheimilanna þannig að þau verða með óskerta starfsemi og við erum að skoða möguleika á að auka við þarna. En það á bara eftir að koma í ljós og við munum upplýsa foreldra um það strax eftir helgi,“ segir Helgi. „Eðlilega urðu menn fyrir vonbrigðum, eðlilega og kennararnir voru ekki einu sinni búnir að hitta nýja nemendur. Nýja nemendur sem voru að byrja í fyrsta bekk í skólunum, þetta er mjög leiðinlegt fyrir þá og eðlilega gera foreldrar ráð fyrir að rútína sé að hrökkva í gang og hafa gert sín plön miðað við það,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira