31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi og 21% í Skaftárhreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 07:30 Vinnumálastofnun reiknar með 31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi í apríl. Í Vík í Mýrdal byggist allt meira og minna á ferðaþjónustu, sem er hrunin í dag vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira