Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:21 Kai Havertz verður væntanlega orðinn leikmaður Chelsea áður en vikan er liðin. Getty/Marius Becker Chelsea virðist búið að taka yfirburðarforystu meðal ensku úrvalsdeildarliðanna í kapphlaupinu um öfluga leikmenn á leikmannamarkaðnum. Ensku miðlarnir segja frá því í dag að Chelsea sé langt komið með að ganga frá kaupunum á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Guardian segir að Chelsea ætli að borga Bayer Leverkusen nálægt 90 milljónum punda og yrði þetta þá enn einn ungur og spennandi leikmaður sem kæmi til félagsins í sumar. Chelsea ætlar sér að krækja í reynslu líka því í frétt Guardian kemur einnig fram að Chelsea býst líka við að semja við Thiago Silva. Chelsea close to £90m Kai Havertz deal and expect to land Thiago Silva. By @JacobSteinberg and @FabrizioRomano https://t.co/EX2JIUZFZw— Guardian sport (@guardian_sport) August 24, 2020 Thiago Silva, fyrirliði PSG sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, er með lausan samning við franska félagið. Chelsea hefur einnig verið orðað við Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, sem mun kosta félagið í kringum 50 milljónir punda. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er að endurskipuleggja sóknarleik liðsins en áður hafði hann keypt þá Hakim Ziyech frá Ajax og Timo Werner frá Leipzig. Kai Havertz er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag en þessi 21 árs gamli sókndjarfri miðjumaður var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð. Havertz er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning og að Chelsea muni borga 80 milljónir evra strax en svo tuttugu milljónir evra til viðbótar seinna. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er vissulega orðinn 35 ára gamall en hann ætti að geta komið með leikreynslu og leiðtogahæfileika inn í þetta unga Chelsea lið. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Chelsea virðist búið að taka yfirburðarforystu meðal ensku úrvalsdeildarliðanna í kapphlaupinu um öfluga leikmenn á leikmannamarkaðnum. Ensku miðlarnir segja frá því í dag að Chelsea sé langt komið með að ganga frá kaupunum á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Guardian segir að Chelsea ætli að borga Bayer Leverkusen nálægt 90 milljónum punda og yrði þetta þá enn einn ungur og spennandi leikmaður sem kæmi til félagsins í sumar. Chelsea ætlar sér að krækja í reynslu líka því í frétt Guardian kemur einnig fram að Chelsea býst líka við að semja við Thiago Silva. Chelsea close to £90m Kai Havertz deal and expect to land Thiago Silva. By @JacobSteinberg and @FabrizioRomano https://t.co/EX2JIUZFZw— Guardian sport (@guardian_sport) August 24, 2020 Thiago Silva, fyrirliði PSG sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, er með lausan samning við franska félagið. Chelsea hefur einnig verið orðað við Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, sem mun kosta félagið í kringum 50 milljónir punda. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er að endurskipuleggja sóknarleik liðsins en áður hafði hann keypt þá Hakim Ziyech frá Ajax og Timo Werner frá Leipzig. Kai Havertz er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag en þessi 21 árs gamli sókndjarfri miðjumaður var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð. Havertz er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning og að Chelsea muni borga 80 milljónir evra strax en svo tuttugu milljónir evra til viðbótar seinna. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er vissulega orðinn 35 ára gamall en hann ætti að geta komið með leikreynslu og leiðtogahæfileika inn í þetta unga Chelsea lið.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira