Vann sitt fyrsta risamót ári eftir að hún íhugaði að hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 22:00 Popov gat verið sátt með árangur helgarinnar. Jan Kruger/Getty Images Þegar Opna breska meistaramótið í golfi hófst á Royal Troon-vellinum í Skotlandi var Sophia Popov í 304. sæti heimslista kvenna. Hin 27 ára gamla Popov var aldrei talin líkleg til að landa sigri á mótinu og það sem meira er, hún var nærri hætt að slá golfkúlur fyrir aðeins ári síðan. Snemma á síðasta ári greindist Popov með Lyme-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur hita, höfuðverk, útbrotum og þreytu. Stuttu áður hafði Popov aðeins verið höggi frá því að tryggja sér sæti á LPGA-mótaröðinni. Þarna breyttist allt á örskömmum tíma. „Ég er fegin að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman. Ég vissi að ég gæti þetta og ég er glöð að ég gafst aldrei up. Ég var nærri hætt að spila fyrir ári síðan, guð sé lof að ég gerði það ekki,“ sagði Popov eftir sigur helgarinnar. Remember her name Sophia Popov is a Major Champion! #AIGWO | @AIGWomensOpen pic.twitter.com/hAXYDtdZnJ— LPGA (@LPGA) August 23, 2020 Þegar LPGA-mótaröðin hófst að nýju eftir fimm mánaða hlé þá var Popov mætt á svæðið en þó ekki sem kylfingur. Hún var kylfuberi fyrir Anne van Dam en þær eru vinkonur. Segja má svo að kórónufaraldurinn hafi hjálpað Popov að komast í hæstu hæðir. Sökum dræmrar þátttöku á Marathon Classic-mótinu í Toledo í Kanada í byrjun ágúst fékk Popov að taka þátt. Hún lauk leik í 9. sæti og fékk í kjölfarið þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Þar gerði hún sér svo lítið fyrir og vann mótið. Þar með hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA- sem og evrópsku mótaröðinni næstu árin. Today I woke up a major champion. I still can t believe what happened yesterday. A single week that turned my life upside down (in a good way). Massive thank you to @aiginsurance , @therandagolf and @royaltroongc for hosting an incredible @aigwomensopen. #whatjusthappened pic.twitter.com/Coge6ZAohU— Sophia Popov (@SophiaCPopov) August 24, 2020 Golf Opna breska Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þegar Opna breska meistaramótið í golfi hófst á Royal Troon-vellinum í Skotlandi var Sophia Popov í 304. sæti heimslista kvenna. Hin 27 ára gamla Popov var aldrei talin líkleg til að landa sigri á mótinu og það sem meira er, hún var nærri hætt að slá golfkúlur fyrir aðeins ári síðan. Snemma á síðasta ári greindist Popov með Lyme-sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur hita, höfuðverk, útbrotum og þreytu. Stuttu áður hafði Popov aðeins verið höggi frá því að tryggja sér sæti á LPGA-mótaröðinni. Þarna breyttist allt á örskömmum tíma. „Ég er fegin að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman. Ég vissi að ég gæti þetta og ég er glöð að ég gafst aldrei up. Ég var nærri hætt að spila fyrir ári síðan, guð sé lof að ég gerði það ekki,“ sagði Popov eftir sigur helgarinnar. Remember her name Sophia Popov is a Major Champion! #AIGWO | @AIGWomensOpen pic.twitter.com/hAXYDtdZnJ— LPGA (@LPGA) August 23, 2020 Þegar LPGA-mótaröðin hófst að nýju eftir fimm mánaða hlé þá var Popov mætt á svæðið en þó ekki sem kylfingur. Hún var kylfuberi fyrir Anne van Dam en þær eru vinkonur. Segja má svo að kórónufaraldurinn hafi hjálpað Popov að komast í hæstu hæðir. Sökum dræmrar þátttöku á Marathon Classic-mótinu í Toledo í Kanada í byrjun ágúst fékk Popov að taka þátt. Hún lauk leik í 9. sæti og fékk í kjölfarið þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Þar gerði hún sér svo lítið fyrir og vann mótið. Þar með hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LPGA- sem og evrópsku mótaröðinni næstu árin. Today I woke up a major champion. I still can t believe what happened yesterday. A single week that turned my life upside down (in a good way). Massive thank you to @aiginsurance , @therandagolf and @royaltroongc for hosting an incredible @aigwomensopen. #whatjusthappened pic.twitter.com/Coge6ZAohU— Sophia Popov (@SophiaCPopov) August 24, 2020
Golf Opna breska Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira