Gjörsamlega missti sig er Þróttur V. tryggði sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 14:00 Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun Þróttar þann 9. júlí og hefur liðinu gengið frábærlega síðan. mynd/þróttur v Þróttur Vogum vann Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á dögunum og lyfti sér þar með upp í 2. sæti deildarinnar. Mikill meðbyr er í Vogunum og leikur allt í lyndi, sérstaklega síðan Hermann Hreiðarsson tók við liðinu. Það er ekki aðeins mikið fjör inn á vellinum en sá sem sér um að lýsa leikjum liðsins - á heimavelli það er - virðist skemmta sér konunglega og minnir um margt á Suður-Ameríska lýsendur sem lifa sig vel og innilega inn í leikina sem þeir lýsa. Leikurinn gegn Dalvík/Reyni fór fram á Vogaídýfuvellinum, heimavelli Þróttar Vogum. Heimamenn unnu hann örugglega 3-0 þökk sé tvennu Viktors Smára Segatta og sjálfsmarki leikmanns Dalvíkur/Reynis. Það sem vakti þó jafn mikla ef ekki meiri athygli en úrslit leiksins fram frammistaða lýsanda leiksins sem var sýndur beint á Youtube-rás Þróttar. Sá heitir Vignir Már Eiðsson og fór hreinlega á kostum í lýsingu sinni á leiknum. Lýsngin á öðru marki Þróttar vakti sérstaka kátínu. Það var sjálfsmark leikmanns Dalvíkur/Reynis eftir að Sigurður Gísli Snorrason hafði fíflað mann og annan á vinstri vængnum. Lýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þróttarar eru eins og áður sagði í 2. sæti deildarinnar, á markatölu þó en Selfyssingar eru einnig með 22 stig. Þá eru Fjarðabyggð og Haukar með 21 stig og Njarðvík með 20 stig. Pakkinn er þéttur frá 2. til 6. sætis deildarinnar en Kórdrengir tróna á toppi deildarinnar með 26 stig þegar 11 umferðum er lokið. Þróttarar hafa þó verið á miklu skriði undanfarið en þeirra eini tapleikur kom í 3. umferð deildarinnar, þann 3. júlí. Síðan þá hefur liðið leikið átta leiki án ósigurs og er til alls líklegt í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira
Þróttur Vogum vann Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á dögunum og lyfti sér þar með upp í 2. sæti deildarinnar. Mikill meðbyr er í Vogunum og leikur allt í lyndi, sérstaklega síðan Hermann Hreiðarsson tók við liðinu. Það er ekki aðeins mikið fjör inn á vellinum en sá sem sér um að lýsa leikjum liðsins - á heimavelli það er - virðist skemmta sér konunglega og minnir um margt á Suður-Ameríska lýsendur sem lifa sig vel og innilega inn í leikina sem þeir lýsa. Leikurinn gegn Dalvík/Reyni fór fram á Vogaídýfuvellinum, heimavelli Þróttar Vogum. Heimamenn unnu hann örugglega 3-0 þökk sé tvennu Viktors Smára Segatta og sjálfsmarki leikmanns Dalvíkur/Reynis. Það sem vakti þó jafn mikla ef ekki meiri athygli en úrslit leiksins fram frammistaða lýsanda leiksins sem var sýndur beint á Youtube-rás Þróttar. Sá heitir Vignir Már Eiðsson og fór hreinlega á kostum í lýsingu sinni á leiknum. Lýsngin á öðru marki Þróttar vakti sérstaka kátínu. Það var sjálfsmark leikmanns Dalvíkur/Reynis eftir að Sigurður Gísli Snorrason hafði fíflað mann og annan á vinstri vængnum. Lýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þróttarar eru eins og áður sagði í 2. sæti deildarinnar, á markatölu þó en Selfyssingar eru einnig með 22 stig. Þá eru Fjarðabyggð og Haukar með 21 stig og Njarðvík með 20 stig. Pakkinn er þéttur frá 2. til 6. sætis deildarinnar en Kórdrengir tróna á toppi deildarinnar með 26 stig þegar 11 umferðum er lokið. Þróttarar hafa þó verið á miklu skriði undanfarið en þeirra eini tapleikur kom í 3. umferð deildarinnar, þann 3. júlí. Síðan þá hefur liðið leikið átta leiki án ósigurs og er til alls líklegt í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira
2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30