Erlent

Fyrsta leikstýra Afganistan skotin

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið hefur verið um árásir í Afganistan á undanförnum mánuðum. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni á Sahar.
Mikið hefur verið um árásir í Afganistan á undanförnum mánuðum. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni á Sahar. Getty/Wali Sabawoon

Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. Sahar hefur einnig barist lengi fyrir auknum réttindum kvenna í Afganistan.

Emal Zaki, eiginmaður hennar, segir að fimm manns hafi verið í bílnum. Í samtali við BBC segir hann tvo lífverði Sahar hafa særst í árásinni en barn og bílstjóri hafi sloppið án meiðsla.

Skömmu eftir að hún fór frá heimili þeirra heyrði hann skothríð og hringdi í hana. Sahar sagðist hafa fengið skot í magann. Hann fór sjálfur með þau særðu á sjúkrahús og Sahar gekkst vel heppnaða aðgerð.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast hafa markað ógnvænlega aukningu í árásum á leikara og fólk sem berst fyrir mannréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×