Áhyggjuefni hversu margir eru í sóttkví Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan „Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04