Lífið

Söngvari Power Trip er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Riley Gale á tónleikum Power Trip í Los Angeles í október 2017.
Riley Gale á tónleikum Power Trip í Los Angeles í október 2017. Getty

Riley Gale, söngvari bandarísku þungarokkssveitarinnar Power Trip, er látinn, 34 ára að aldri.

Variety segir frá þessu. „Það er með mikilli sorg sem við verðum að tilkynna að söngvari okkar og bróðir, Riley Gale, lést í nótt,“ skrifar fjölskylda Gale á Twitter-síðu sveitarinnar.

Ekkert er gefið upp hvað hafi dregið Gale til dauða.

Riley Gale var í hópi þeirra sem stofnuðu sveitina Power Trip í Dallas árið 2008 og hefur sveitin nú gefið út nokkrar plötur.

Power Trip hefur einnig farið í tónleikaferðalög með Ozzy Osbourne, Anthrax, Exodus, Five Finger Death Punch og Napalm Death svo einhverjar sveitir séu nefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.