Þetta eru molarnir fjórir sem Nói Siríus fórnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:40 Nýju molarnir fjórir sem ryðja burtu fjórum öðrum. nói siríus. Fjórir þekktir molar munu víkja úr Nóa konfektinu fyrir fjórum nýjum molum. Áfram verða því 16 mismunandi gerðir af molum í kassanum sem að öðru leyti hefur tekið fáum breytingum í áranna rás. Það kann að skýra þá miklu athygli sem fregnir af breytingunum vöktu í gær. Ef frá er talinn „Íslandsmolinn“ með saltkaramellu-fyllingu hafa Íslendingar geta gengið að sömu molunum í konfektakassanum í áratugi. Nú verður hins vegar breyting á, fjórðungi molanna verður skipt út. Að sögn Silju Mistar Sigurkarlsdóttur, markaðsstjóra hjá Nóa Siríus, liggur mikil vinna að baki valinu. Fyrirtækið hafi gert fjölda skoðanakannana og þannig komist að því hvaða fjórir molar voru í minnstu uppáhaldi hjá Íslendingum. Molarnir sem munu víkja, sem landsmönnum þykja verstir, eru marsípanmolinn með appelsínubragði, kókosmolinn, jarðaberjamolinn og kirsuberjamolinn. Í þeirra stað koma fjórir aðrir. Einn þeirra er með kókos- og karamellubragði, sem bragðast eins og sjónvarpskaka að sögn Silju. Hann hafi orðið til fyrir tilviljun og er með laufabrauðsmynstri. Þá skartar einn molinn hrafni en sá er með lakkrísfyllingu. Silja segir þetta fyrsta konfektmolann með lakkrísbragði sem ratar í kassann, það hafi verið tímabært í ljósi dálætis Íslendinga á lakkrís. Einnig bætist við kókosmarsípanmoli. Bítismenn sem fengu að bragða molana í morgun voru sammála um að hann væri bestur þessara fjögurra. Fjórði nýi molinn er rjómatrufflumoli. Sá byggir á gömlu grunni en áratugagömul uppskrift að molanum fannst fyrir slysni. Silja segir smá „Baileys-bragð“ að honum. Síðasta nýja molanum var pakkað inn í gær og segir Silja að vonir standi til að hægt verði að kaupa breyttu konfektkassana öðru hvorum megin við helgina. Ekki sé loku fyrir það skotið molarnir sem hverfa úr kössunum verði aftur fáanlegir síðar. Umfjöllun um nýju molanna má heyra í spilaranum hér að ofan. Neytendur Sælgæti Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Fjórir þekktir molar munu víkja úr Nóa konfektinu fyrir fjórum nýjum molum. Áfram verða því 16 mismunandi gerðir af molum í kassanum sem að öðru leyti hefur tekið fáum breytingum í áranna rás. Það kann að skýra þá miklu athygli sem fregnir af breytingunum vöktu í gær. Ef frá er talinn „Íslandsmolinn“ með saltkaramellu-fyllingu hafa Íslendingar geta gengið að sömu molunum í konfektakassanum í áratugi. Nú verður hins vegar breyting á, fjórðungi molanna verður skipt út. Að sögn Silju Mistar Sigurkarlsdóttur, markaðsstjóra hjá Nóa Siríus, liggur mikil vinna að baki valinu. Fyrirtækið hafi gert fjölda skoðanakannana og þannig komist að því hvaða fjórir molar voru í minnstu uppáhaldi hjá Íslendingum. Molarnir sem munu víkja, sem landsmönnum þykja verstir, eru marsípanmolinn með appelsínubragði, kókosmolinn, jarðaberjamolinn og kirsuberjamolinn. Í þeirra stað koma fjórir aðrir. Einn þeirra er með kókos- og karamellubragði, sem bragðast eins og sjónvarpskaka að sögn Silju. Hann hafi orðið til fyrir tilviljun og er með laufabrauðsmynstri. Þá skartar einn molinn hrafni en sá er með lakkrísfyllingu. Silja segir þetta fyrsta konfektmolann með lakkrísbragði sem ratar í kassann, það hafi verið tímabært í ljósi dálætis Íslendinga á lakkrís. Einnig bætist við kókosmarsípanmoli. Bítismenn sem fengu að bragða molana í morgun voru sammála um að hann væri bestur þessara fjögurra. Fjórði nýi molinn er rjómatrufflumoli. Sá byggir á gömlu grunni en áratugagömul uppskrift að molanum fannst fyrir slysni. Silja segir smá „Baileys-bragð“ að honum. Síðasta nýja molanum var pakkað inn í gær og segir Silja að vonir standi til að hægt verði að kaupa breyttu konfektkassana öðru hvorum megin við helgina. Ekki sé loku fyrir það skotið molarnir sem hverfa úr kössunum verði aftur fáanlegir síðar. Umfjöllun um nýju molanna má heyra í spilaranum hér að ofan.
Neytendur Sælgæti Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira