Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-1 | Dramatík en Garðbæingar enn taplausir Atli Freyr Arason skrifar 26. ágúst 2020 21:45 Fjölnir - Stjarnan Pepsi max deild kvenna, Sumar 2020. karla Foto: Haraldur Gudjonsson/hag Það var mikil dramatík í Garðabænum í kvöld þegar Stjarnan og KA gerðu 1-1 jafntefli á Samsung vellinum og má skrifa að bæði lið fara svekkt heim til sín eftir leik. Stjörnumenn byrjuðu leikinn mun betur og Akureyringar fengu varla að snerta boltann fyrstu mínútur leiksins. Fyrsta alvöru marktækifæri leiksins féll þó í skaut KA manna þegar aukaspyrna Sveins Margeirs Haukssonar virðist vera á leið í samskeytin á 19. mínútu en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunar, átti frábæra markvörslu til að neita Sveini marki. Næstu mínútur leiksins þá skiptust liðin á að sækja og var leikurinn mjög fjörugur og mikið um að vera án þess þó að annað hvort liðið nái að setja mark sitt á leikinn. Það dróg svo aftur til tíðinda á 37. mínútu þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnurnar, tæklar Almarr Ormarsson, leikmann KA. Halldór er aftasti maður Stjörnu liðisins þegar hann tekur Almarr niður og fær Halldór að sjá rauða spjaldið frá Erlendi dómara leiksins. Garðbæingar virtust þó eflast mun meira við rauða spjald Halldórs frekar en Akureyringar. Á annari mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks skorar Emil Atlason gott mark eftir skemmtilegan undirbúning Hilmars Árna og Heiðari Ægis. KA-ingar vildu meina að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda marksins. Leikurinn var áfram jafn í síðari hálfleik og var í raun ekki að sjá að Stjarnan væri einum leikmanni færri. Á 55. mínútu kemur Hallgrímur Mar inn á völlinn í staðinn fyrir Ásgeir Sigurgeirs í liði KA og er óhætt að segja að sú skipting breytti leiknum. Norðanmenn urðu mun hættulegri eftir innkomu Grímsa sem átti nokkar stórhættulegar fyrirgjafir. Á 71. mínútu átti Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, stangarskot á mark Stjörnurnar eftir undirbúning Hallgríms og u.þ.b. 5 mínútum seinna átti Guðmundur Steinn sennilega hættulegasta færi leiksins þegar hann fær að skalla boltann einn og óvaldaður inn í vítateig Stjörnurnar á meðan að Halli markvörður var enn þá að koma sér í stöðu. Kollspyrna Guðmundar fer þó fram hjá markrammanum. Það heyrðist mikið í þjálfarateymi Stjörnurnar, þeim Óla og Rúnari, allan leikinn. Augljóst var að þeir voru alls ekki sáttir við Erlend Eiríksson, dómara leiksins. Á 78. mínútu fær Rúnar Páll gult spjald þegar Erlendi finnst vera nóg komið á hliðarlínunni. Á lokamínútu leiksins dróg svo til tíðinda þegar Hallgrímur Mar fellur við eftir að Brynjar Gauti ýtir við honum innan vítateigs Stjörnurnar. Stjörnumenn voru æfir og töldu Grímsa hafa farið of auðveldlega niður og Daníel Laxdal fær meira að segja gult spjald fyrir hávær mótmæli. KA-ingar voru þó alveg vissir um að vítaspyrna væri réttur dómur og voru á því að hafa verið rændir vítaspyrnu stuttu áður. Guðmundur Steinn skoraði úr vítaspyrnunni og Akureyringar fara með eitt stig norður. Afhverju jafntefli? Vítaspyrnan á 90 mínútu tryggði það að bæði lið fengu jafn mörg stig út úr þessum leik. Stjörnumenn voru eins og áður sagði, æfir yfir þessum dóm.Jafntefli er kannski sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn þróaðist en bæði lið eru þó svekkt með stigið. Hverjir stóðu upp úr? Haraldur Björnsson var mjög flottur í marki Stjörnurnar. Hann átti nokkrar frábærar markvörslur í leiknum sem hélt Stjörnunni inn í leiknum. Kom þó engum vörnum við í vítaspyrnu Guðmundar Steins. Hilmar Árni var einnig flottur á vinstri kantinum þó svo að maður hafi oft séð meira koma frá honum. Í lið KA var Sveinn Margeir rosalega flottur. Ungur strákur sem á eflaust eftir að gera flotta hluti í framtíðinni. Innkoma Hallgríms Mars breytti líka leiknum og fær hann prik fyrir sinn þátt í jafnteflinu. Hvað gekk illa? Að loka leiknum. Bæði lið sýndu yfirburði á köflum í leiknum en leyfðu svo andstæðingi sínum að komast inn í leikinn. Það vantaði að hausinn væri rétt skrúfaður á og að leikmenn kláruðu hálfleikina sæmilega en bæði mörk leiksins komu í uppbótatíma. Hvað gerist næst? Stjarnan hefði tekið fram úr bæði Breiðablik og FH með sigri í kvöld en jafnteflið þýðir að nú eru þessi þrjú lið öll jöfn að stigum í 2-4 sæti deildarinnar en Stjarnan á einn leik inni. Næsti leikur Stjörnurnar í deildinni er gegn KR þann 13. september á Meistaravöllum. Stigið þýðir að KA-ingar eru nú 4 stigum frá öruggu sæti í deildinni í stað þriggja. Næsti deildarleikur Norðanmanna er líka 13. september en þá fá þeir Fylkismenn í heimsókn. Arnar: Ég man ekki eftir því að Stjarnan skapaði sér færi í fyrri hálfleik. „Blendnar tilfinningar. Ánægður að jafna í blálokin en að sama skapi er ég ósáttur með byrjunina, fyrstu 20 mínúturnar,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. „Mér fannst við ekki gera það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að stíga upp á móti þeim og setja háa pressu á þá en gerðum það ekki og héldum boltanum einnig illa. Af því sögðu, ég man ekki eftir því að Stjarnan skapaði sér færi í fyrri hálfleik. Sem gerir það enn þá meira svekkjandi þegar við erum komnir í yfirtölu og svo einnig hvernig mark þeirra bara að, því við hefðum 4-5 sinnum getað komið boltanum í sókninni. „Síðasta spyrna hálfleiksins, við erum 11 á móti 10 og förum inn í búningsklefa með eitt mark á bakinu þegar þú ert að spila við lið sem er skipulagt og með fljóta menn fram á við. Það er ekki sjálfgefið. Mér fannst við reyna. Við fengum nokkra sénsa og svo fannst mér að við hefðum átt að fá víti fyrr í leiknum þegar Ívar Örn skallar boltann innan teigs og er svo keyrður niður af Kristófer. Það er alltaf flautað á þetta úti á velli. Ég á eftir að skoða vítaspyrnudóminn en ég hef alltaf að vera ekki að fara í menn innan teigs. Að gefa ekki dómaranum tækifæri á að flauta víti á sig. En auðvitað erum við sáttir að hafa fengið vítið og fara heim með þetta stig,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA en Arnar var spurður út í umdeilda frammistöðu Erlends dómara. „Ég ætla ekki að fara að setja sjálfan mig í eitthvað dómarasæti. Ég hef tamið mér það eftir leiki að vera ekkert að tala um dómarann. Þeir eiga sína góðu daga og sína slæmu daga. Ég hef ansi oft lent í því á mínum stutta þjálfaraferli að koma í viðtal og vita af einu eða tveimur slæmum atvikum en það er ekkert sem maður getur sagt í viðtali til að breyta því. Ég veit að Erlendur og allt dómarateymið er að reyna að gera sitt besta. Að koma í viðtal og vera með einhverjar blammeringar á dómarann hefur ekkert upp á sig,“ segir Arnar um frammistöðu Erlends. Akureyringar voru manni fleiri frá 37. mínútu. Aðspurður hvort það hefði verið klúður að taka ekki öll stigin þrjú með sér heim til Akureyrar í dag sagði Arnar „Við hefðum viljað fá þrjú stig. Mig minnir að hann hafi verið rekið út af á 37 mínútu og þegar þú ert í þannig stöðu í 0-0 þá viltu fá þrjú stig. Við komum okkur í gífurlega erfiða stöðu með því að fá þetta mark á okkur á lokasekúndum hálfleiksins. Það setur Stjörnuna í mjög þægilega stöðu að geta fallið til baka og sótt hratt því þeir geta haldið boltanum vel og eru fljótir fram á við. En auðvitað hefðum við viljað gera betur en þetta er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Rúnar Páll: Grátlegt að dómarinn skuli falla í þessa gryfju „Hrikalega svekkjandi. Mér fannst við spila leikinn vel í dag eftir að við urðum einum færri. Fengum eitt mark og við héldum vörninni og boltanum vel. Það var helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin,“ sagði Rúnar Páll hundfúll í leikslok. Óli og Rúnar voru augljóslega öskureiðir á hliðarlínunni þegar vítaspyrnan var dæmd. Aðspurður hvort vítaspyrnan hefði verið tæp segir Rúnar: „Mér fannst það mjög tæpt. Grátlegt að dómarinn skuli falla í þessa gryfju“ Rúnar vildi meina að hann hefði oft séð Erlend dæma betur en hann gerði í kvöld. Rúnar fékk sjálfur meðal annars að líta á gula spjaldið þegar hann kvartaði undan litlu samræmi í dómgæslu Erlends. „Hann var að gefa Brynjari spjald fyrir að tefja þegar markvörður KA liðsins var búinn að gera það trekk í trekk allan leikinn. Það var ekkert samræmi í þessu. Ætli það sé ekki fjórði dómarinn sem gefur mér þetta spjald,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnurnar. Guðjón Pétur Lýðsson: Við vorum rændir Guðjón Pétur var ekki sáttur í leikslok eftir 1-1 jafntefli Stjörnurnar á heimavelli gegn KA. „Við vorum rændir. Mér fannst þetta ekki vera víti hérna í lokin. Mér fannst við spila vel þrátt fyrir að vera manni færri í leiknum og skapa okkur hættur. Leiðinlegt að öll vinnan sem maður var búinn að leggja á sig skili sér ekki í þremur stigum en við tökum þá bara eitt stig,“ sagði Guðjón Pétur. Guðjón Pétur var spurður af hverju Stjarnan náði ekki að sigla inn þremur stigum og hvað hefði farið úrskeiðis hjá Garðbæingum. „Mér finnst ekkert fara úrskeiðis. Þeir fá bara víti, ódýrt víti. Þeir skapa ekki nein opin færi annað en einhverjar fyrirgjafir sem við díluðum vel við.“ Guðjón var í byrjunarlið Stjörnurnar í kvöld en er það einungis í annað skipti í sumar sem hann fær það tækifæri. Guðjón var ánægður að fá traustið „Það er mjög gott þegar þjálfarinn gefur manni traustið. Mér fannst við bara fínir í dag. Ef ég get hjálpað liðinu þá er ég sáttur,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson að lokum. Guðmundur Steinn: Ég biðla til dómara að gefa mér breik Guðmundur Steinn skoraði markið sem tryggði Akureyringum eitt stig í Garðabænum núna fyrr í kvöld. Guðmundur var sáttur þrátt fyrir að hann hefði viljað meira. „Við erum ágætlega sáttir að ná inn marki í lokin en úr því sem komið var, manni fleiri í fyrri hálfleik þá hefðum við viljað klárað þetta en við verðum að sætta okkur við 1-1,“ sagði Guðmundur í viðtali eftir leik. Guðmundur var spurður út í vítaspyrnudóminn, hvort að Erlendur gerði rétt með að dæma vítaspyrnu. „Mér fannst það. Ég get þó alveg viðurkennt það miðað við viðbrögð margra inn á vellinum þá augljóslega fannst þeim það ekki. Mér fannst hann [Brynjar Gauti] narta aftan í hælana á honum [Hallgrími Mar].“ Guðmundur hefur verið óheppinn fyrir framan markið það sem af er sumri en var þó sáttur að finna netið í kvöld. „Það er alltaf gaman að skora og það breytist ekki. Auðvitað er búið dæma eitthvað af mörkum af. Maður þarf að hreinsa það úr hausnum,“ sagði Guðmundur og átti þá við öll þau mörk sem hafa verið dæmd af honum hingað til. Guðmundur biðlar til dómara að gefa honum meiri séns. „Í fyrra voru dæmd mörk af mér sem voru bara vitleysa. Í ár er þetta búið að vera skrítið, þetta eru ekki atvik sem snúa að mér heldur eru aðrir í teignum að togast á. Ég get ekki sagt hvað er rétt eða rangt í því. Þetta er bara skrítið. Ég biðla til dómara að gefa mér smá breik því maður horfir á leik eftir leik þar einhver er hálfan meter fyrir innan og fær dæmt mark og eitthvað svona en það dettur ekkert fyrir mig.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan KA
Það var mikil dramatík í Garðabænum í kvöld þegar Stjarnan og KA gerðu 1-1 jafntefli á Samsung vellinum og má skrifa að bæði lið fara svekkt heim til sín eftir leik. Stjörnumenn byrjuðu leikinn mun betur og Akureyringar fengu varla að snerta boltann fyrstu mínútur leiksins. Fyrsta alvöru marktækifæri leiksins féll þó í skaut KA manna þegar aukaspyrna Sveins Margeirs Haukssonar virðist vera á leið í samskeytin á 19. mínútu en Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunar, átti frábæra markvörslu til að neita Sveini marki. Næstu mínútur leiksins þá skiptust liðin á að sækja og var leikurinn mjög fjörugur og mikið um að vera án þess þó að annað hvort liðið nái að setja mark sitt á leikinn. Það dróg svo aftur til tíðinda á 37. mínútu þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnurnar, tæklar Almarr Ormarsson, leikmann KA. Halldór er aftasti maður Stjörnu liðisins þegar hann tekur Almarr niður og fær Halldór að sjá rauða spjaldið frá Erlendi dómara leiksins. Garðbæingar virtust þó eflast mun meira við rauða spjald Halldórs frekar en Akureyringar. Á annari mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks skorar Emil Atlason gott mark eftir skemmtilegan undirbúning Hilmars Árna og Heiðari Ægis. KA-ingar vildu meina að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda marksins. Leikurinn var áfram jafn í síðari hálfleik og var í raun ekki að sjá að Stjarnan væri einum leikmanni færri. Á 55. mínútu kemur Hallgrímur Mar inn á völlinn í staðinn fyrir Ásgeir Sigurgeirs í liði KA og er óhætt að segja að sú skipting breytti leiknum. Norðanmenn urðu mun hættulegri eftir innkomu Grímsa sem átti nokkar stórhættulegar fyrirgjafir. Á 71. mínútu átti Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, stangarskot á mark Stjörnurnar eftir undirbúning Hallgríms og u.þ.b. 5 mínútum seinna átti Guðmundur Steinn sennilega hættulegasta færi leiksins þegar hann fær að skalla boltann einn og óvaldaður inn í vítateig Stjörnurnar á meðan að Halli markvörður var enn þá að koma sér í stöðu. Kollspyrna Guðmundar fer þó fram hjá markrammanum. Það heyrðist mikið í þjálfarateymi Stjörnurnar, þeim Óla og Rúnari, allan leikinn. Augljóst var að þeir voru alls ekki sáttir við Erlend Eiríksson, dómara leiksins. Á 78. mínútu fær Rúnar Páll gult spjald þegar Erlendi finnst vera nóg komið á hliðarlínunni. Á lokamínútu leiksins dróg svo til tíðinda þegar Hallgrímur Mar fellur við eftir að Brynjar Gauti ýtir við honum innan vítateigs Stjörnurnar. Stjörnumenn voru æfir og töldu Grímsa hafa farið of auðveldlega niður og Daníel Laxdal fær meira að segja gult spjald fyrir hávær mótmæli. KA-ingar voru þó alveg vissir um að vítaspyrna væri réttur dómur og voru á því að hafa verið rændir vítaspyrnu stuttu áður. Guðmundur Steinn skoraði úr vítaspyrnunni og Akureyringar fara með eitt stig norður. Afhverju jafntefli? Vítaspyrnan á 90 mínútu tryggði það að bæði lið fengu jafn mörg stig út úr þessum leik. Stjörnumenn voru eins og áður sagði, æfir yfir þessum dóm.Jafntefli er kannski sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn þróaðist en bæði lið eru þó svekkt með stigið. Hverjir stóðu upp úr? Haraldur Björnsson var mjög flottur í marki Stjörnurnar. Hann átti nokkrar frábærar markvörslur í leiknum sem hélt Stjörnunni inn í leiknum. Kom þó engum vörnum við í vítaspyrnu Guðmundar Steins. Hilmar Árni var einnig flottur á vinstri kantinum þó svo að maður hafi oft séð meira koma frá honum. Í lið KA var Sveinn Margeir rosalega flottur. Ungur strákur sem á eflaust eftir að gera flotta hluti í framtíðinni. Innkoma Hallgríms Mars breytti líka leiknum og fær hann prik fyrir sinn þátt í jafnteflinu. Hvað gekk illa? Að loka leiknum. Bæði lið sýndu yfirburði á köflum í leiknum en leyfðu svo andstæðingi sínum að komast inn í leikinn. Það vantaði að hausinn væri rétt skrúfaður á og að leikmenn kláruðu hálfleikina sæmilega en bæði mörk leiksins komu í uppbótatíma. Hvað gerist næst? Stjarnan hefði tekið fram úr bæði Breiðablik og FH með sigri í kvöld en jafnteflið þýðir að nú eru þessi þrjú lið öll jöfn að stigum í 2-4 sæti deildarinnar en Stjarnan á einn leik inni. Næsti leikur Stjörnurnar í deildinni er gegn KR þann 13. september á Meistaravöllum. Stigið þýðir að KA-ingar eru nú 4 stigum frá öruggu sæti í deildinni í stað þriggja. Næsti deildarleikur Norðanmanna er líka 13. september en þá fá þeir Fylkismenn í heimsókn. Arnar: Ég man ekki eftir því að Stjarnan skapaði sér færi í fyrri hálfleik. „Blendnar tilfinningar. Ánægður að jafna í blálokin en að sama skapi er ég ósáttur með byrjunina, fyrstu 20 mínúturnar,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. „Mér fannst við ekki gera það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að stíga upp á móti þeim og setja háa pressu á þá en gerðum það ekki og héldum boltanum einnig illa. Af því sögðu, ég man ekki eftir því að Stjarnan skapaði sér færi í fyrri hálfleik. Sem gerir það enn þá meira svekkjandi þegar við erum komnir í yfirtölu og svo einnig hvernig mark þeirra bara að, því við hefðum 4-5 sinnum getað komið boltanum í sókninni. „Síðasta spyrna hálfleiksins, við erum 11 á móti 10 og förum inn í búningsklefa með eitt mark á bakinu þegar þú ert að spila við lið sem er skipulagt og með fljóta menn fram á við. Það er ekki sjálfgefið. Mér fannst við reyna. Við fengum nokkra sénsa og svo fannst mér að við hefðum átt að fá víti fyrr í leiknum þegar Ívar Örn skallar boltann innan teigs og er svo keyrður niður af Kristófer. Það er alltaf flautað á þetta úti á velli. Ég á eftir að skoða vítaspyrnudóminn en ég hef alltaf að vera ekki að fara í menn innan teigs. Að gefa ekki dómaranum tækifæri á að flauta víti á sig. En auðvitað erum við sáttir að hafa fengið vítið og fara heim með þetta stig,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA en Arnar var spurður út í umdeilda frammistöðu Erlends dómara. „Ég ætla ekki að fara að setja sjálfan mig í eitthvað dómarasæti. Ég hef tamið mér það eftir leiki að vera ekkert að tala um dómarann. Þeir eiga sína góðu daga og sína slæmu daga. Ég hef ansi oft lent í því á mínum stutta þjálfaraferli að koma í viðtal og vita af einu eða tveimur slæmum atvikum en það er ekkert sem maður getur sagt í viðtali til að breyta því. Ég veit að Erlendur og allt dómarateymið er að reyna að gera sitt besta. Að koma í viðtal og vera með einhverjar blammeringar á dómarann hefur ekkert upp á sig,“ segir Arnar um frammistöðu Erlends. Akureyringar voru manni fleiri frá 37. mínútu. Aðspurður hvort það hefði verið klúður að taka ekki öll stigin þrjú með sér heim til Akureyrar í dag sagði Arnar „Við hefðum viljað fá þrjú stig. Mig minnir að hann hafi verið rekið út af á 37 mínútu og þegar þú ert í þannig stöðu í 0-0 þá viltu fá þrjú stig. Við komum okkur í gífurlega erfiða stöðu með því að fá þetta mark á okkur á lokasekúndum hálfleiksins. Það setur Stjörnuna í mjög þægilega stöðu að geta fallið til baka og sótt hratt því þeir geta haldið boltanum vel og eru fljótir fram á við. En auðvitað hefðum við viljað gera betur en þetta er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Rúnar Páll: Grátlegt að dómarinn skuli falla í þessa gryfju „Hrikalega svekkjandi. Mér fannst við spila leikinn vel í dag eftir að við urðum einum færri. Fengum eitt mark og við héldum vörninni og boltanum vel. Það var helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin,“ sagði Rúnar Páll hundfúll í leikslok. Óli og Rúnar voru augljóslega öskureiðir á hliðarlínunni þegar vítaspyrnan var dæmd. Aðspurður hvort vítaspyrnan hefði verið tæp segir Rúnar: „Mér fannst það mjög tæpt. Grátlegt að dómarinn skuli falla í þessa gryfju“ Rúnar vildi meina að hann hefði oft séð Erlend dæma betur en hann gerði í kvöld. Rúnar fékk sjálfur meðal annars að líta á gula spjaldið þegar hann kvartaði undan litlu samræmi í dómgæslu Erlends. „Hann var að gefa Brynjari spjald fyrir að tefja þegar markvörður KA liðsins var búinn að gera það trekk í trekk allan leikinn. Það var ekkert samræmi í þessu. Ætli það sé ekki fjórði dómarinn sem gefur mér þetta spjald,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnurnar. Guðjón Pétur Lýðsson: Við vorum rændir Guðjón Pétur var ekki sáttur í leikslok eftir 1-1 jafntefli Stjörnurnar á heimavelli gegn KA. „Við vorum rændir. Mér fannst þetta ekki vera víti hérna í lokin. Mér fannst við spila vel þrátt fyrir að vera manni færri í leiknum og skapa okkur hættur. Leiðinlegt að öll vinnan sem maður var búinn að leggja á sig skili sér ekki í þremur stigum en við tökum þá bara eitt stig,“ sagði Guðjón Pétur. Guðjón Pétur var spurður af hverju Stjarnan náði ekki að sigla inn þremur stigum og hvað hefði farið úrskeiðis hjá Garðbæingum. „Mér finnst ekkert fara úrskeiðis. Þeir fá bara víti, ódýrt víti. Þeir skapa ekki nein opin færi annað en einhverjar fyrirgjafir sem við díluðum vel við.“ Guðjón var í byrjunarlið Stjörnurnar í kvöld en er það einungis í annað skipti í sumar sem hann fær það tækifæri. Guðjón var ánægður að fá traustið „Það er mjög gott þegar þjálfarinn gefur manni traustið. Mér fannst við bara fínir í dag. Ef ég get hjálpað liðinu þá er ég sáttur,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson að lokum. Guðmundur Steinn: Ég biðla til dómara að gefa mér breik Guðmundur Steinn skoraði markið sem tryggði Akureyringum eitt stig í Garðabænum núna fyrr í kvöld. Guðmundur var sáttur þrátt fyrir að hann hefði viljað meira. „Við erum ágætlega sáttir að ná inn marki í lokin en úr því sem komið var, manni fleiri í fyrri hálfleik þá hefðum við viljað klárað þetta en við verðum að sætta okkur við 1-1,“ sagði Guðmundur í viðtali eftir leik. Guðmundur var spurður út í vítaspyrnudóminn, hvort að Erlendur gerði rétt með að dæma vítaspyrnu. „Mér fannst það. Ég get þó alveg viðurkennt það miðað við viðbrögð margra inn á vellinum þá augljóslega fannst þeim það ekki. Mér fannst hann [Brynjar Gauti] narta aftan í hælana á honum [Hallgrími Mar].“ Guðmundur hefur verið óheppinn fyrir framan markið það sem af er sumri en var þó sáttur að finna netið í kvöld. „Það er alltaf gaman að skora og það breytist ekki. Auðvitað er búið dæma eitthvað af mörkum af. Maður þarf að hreinsa það úr hausnum,“ sagði Guðmundur og átti þá við öll þau mörk sem hafa verið dæmd af honum hingað til. Guðmundur biðlar til dómara að gefa honum meiri séns. „Í fyrra voru dæmd mörk af mér sem voru bara vitleysa. Í ár er þetta búið að vera skrítið, þetta eru ekki atvik sem snúa að mér heldur eru aðrir í teignum að togast á. Ég get ekki sagt hvað er rétt eða rangt í því. Þetta er bara skrítið. Ég biðla til dómara að gefa mér smá breik því maður horfir á leik eftir leik þar einhver er hálfan meter fyrir innan og fær dæmt mark og eitthvað svona en það dettur ekkert fyrir mig.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti