Herða leitina að uppruna smitsins vegna mótsagnakenndra niðurstaðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2020 15:27 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví vegna málsins. Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira