Enski boltinn

Chelsea kaupir Chilwell

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þótt Ben Chilwell sé búinn að skipta um lið heldur hann áfram að spila í bláu.
Þótt Ben Chilwell sé búinn að skipta um lið heldur hann áfram að spila í bláu. getty/Malcolm Couzens

Chelsea hefur gengið frá kaupunum á vinstri bakverðinum Ben Chilwell frá Leicester City. Talið er kaupverðið sé um 50 milljónir punda. Chilwell skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea.

Chelsea hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðinum en auk Chilwells hefur félagið fengið framherjann Timo Werner frá RB Leipzig og kantmanninn Hakim Ziyech. Chelsea hefur líka sterklega verið orðað við miðvörðinn Thiago Silva og miðjumanninn Kai Havertz.

Á síðasta tímabili, því fyrsta undir stjórn Franks Lampard, endaði Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit ensku bikarkeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Arsenal, 2-1.

Chilwell er uppalinn hjá Leicester og lék 123 leiki með liðinu. Hann var lánaður til Huddersfield Town 2015-16, sama tímabil og Leicester varð Englandsmeistari.

Hinn 23 ára Chilwell hefur leikið ellefu leiki fyrir enska A-landsliðið auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×