Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun í Texas. AP/Eric Gay Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira