Enski boltinn

Fimm ára samningur Henderson við Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson í leik með Sheffield á síðustu leiktíð.
Henderson í leik með Sheffield á síðustu leiktíð. vísir/getty

Markvörðurinn Dean Henderson hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester United.

Henderson, sem er í enska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Íslandi og Danmörku í næsta mánuði, hefur verið hjá United frá því hann var fjórtán ára.

Á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Sheffield United þar sem hann spilaði afar vel. Hann hélt m.a. þrettán sinnum hreinu og var tilnefndur sem besti ungi leikmaður tímabilsins.

„Við erum mjög ánægðir með að Dean hafi skrifað undir nýjan samning. Hann átti frábæra leiktíð hjá Sheffield þar sem hann fékk reynslu og óx sem leikmaður og manneskja,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.

„Dean er frábær ungur markvörður með hugarfar og er vinnusamur sem gerir honum kleif að bæta sig á hverjum degi.“

Henderson mun á næstu leiktíð berjast við David de Gea og Sergio Romero um markmannsstöðuna hjá Man. United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×